Nú þegar árið 2023 er að renna sitt skeið er vel við hæfi að líta um öxl og horfa yfir farinn veg.
Úr nægu er að taka en síðustu ár hafa umsvif Öskju aukist ásamt því að markaðshlutdeild er sterk og hefur starfsánægja í Öskju aldrei mælst hærri.
Askja birti 109 fréttir á árinu og kynnti 10 nýja bíla á Íslandi með tilheyrandi frumsýningum og viðburðum. Einnig fór Askja á tveggja vikna hraðstefnumót við landsbyggðina þar sem nýir bílar voru kynntir í 6 bæjarfélögum umhverfis landið. Askja, eins og mörgum er kunnugt, sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bílum frá Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda. Einnig sérhæfir Askja sig í sölu og þjónustu á mótorhjólum frá Honda og er söluhæsta mótorhjólamerki landsins 2023.
Takk fyrir árið kæru viðskiptavinir og velunnarar Öskju.
Við hlökkum til að færa ykkur fréttir, halda sýningar og þjónusta ykkur á nýju ári.