4. jan. 2024

Svona var árið 2023 hjá Öskju

Tíðindamikið ár að baki

Nú þegar árið 2023 er að renna sitt skeið er vel við hæfi að líta um öxl og horfa yfir farinn veg.

Úr nægu er að taka en síðustu ár hafa umsvif Öskju aukist ásamt því að markaðshlutdeild er sterk og hefur starfsánægja í Öskju aldrei mælst hærri.

Askja birti 109 fréttir á árinu og kynnti 10 nýja bíla á Íslandi með tilheyrandi frumsýningum og viðburðum. Einnig fór Askja á tveggja vikna hraðstefnumót við landsbyggðina þar sem nýir bílar voru kynntir í 6 bæjarfélögum umhverfis landið. Askja, eins og mörgum er kunnugt, sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bílum frá Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda. Einnig sérhæfir Askja sig í sölu og þjónustu á mótorhjólum frá Honda og er söluhæsta mótorhjólamerki landsins 2023.

Takk fyrir árið kæru viðskiptavinir og velunnarar Öskju.

Við hlökkum til að færa ykkur fréttir, halda sýningar og þjónusta ykkur á nýju ári.

Kia-Ev9-frumsýning á Íslandi
Alrafmagnaður og brautryðjandi Kia EV9 var frumsýndur í nóvember við frábærar móttökur

Nýir bílar kynntir á Íslandi.

Alls voru 10 nýir bílar frá framleiðendum okkar kynntir á Íslandi, en það voru:

  • Mercedes-Benz EQE SUV
  • Mercedes-Benz EQS SUV
  • Mercedes-Benz GLC
  • Mercedes-Benz GLE
  • Mercedes-Benz T-Class
  • Mercedes-Benz eCitan
  • smart #1
  • Kia EV9
  • Honda CR-V PHEV
  • Honda e:Ny1
Viðtökur smart á Íslandi voru framar vonum

Nýtt vörumerki á Íslandi - smart.

Dagana 15.-16. júní stóðu yfir sérstakir frumsýningardagar smart á Íslandi þar sem einn heppinn aðili vann afnot af rafmögnuðum smart #1 yfir sumarið.

smart er 25 ára gamalt vörumerki sem hefur fengið endurnýjun lífdaga síðustu ár þar sem Mercedes-Benz og Geely tóku við eignarhaldi og sjá því um hönnun og framleiðslu á öllum smart bílum. smart bílarnir eru einnig fáanlegir í BRABUS ofurútfærslu.

Askja tók við umboði smart fyrr á árinu og eru fleiri nýjar tegundir frá framleiðandanum væntanlegar á næstu árum, þar á meðal #3 árið 2024.

Viðtökur smart á Íslandi voru framar vonum en yfir 70 bílar voru nýskráðir sem gerir smart að óformlegum nýliða ársins 2023, með flesta skráða bíla af nýjum merkjum á Íslandi. Ekki slæmur árangur þar sem fyrsti bíllinn var afhentur í ágúst.

Nýr Kia Niro
Kia Niro var mest seldi bíll Öskju árið 2023

Mest seldu bílar Öskju á árinu.

Bílasala á landinu jókst um 5% milli ára og voru 17.549 nýir fólksbílar nýskráðir og 1.585 sendibílar samkvæmt Bílgreinasambandinu.

Af seldum bílum var langhæst hlutfall seldra bíla rafmagnsbílar, en um 70% af seldum fólksbílum í almenna notkun voru rafbílar og er hlutfallið enn hærra ef taldir eru með tvinn- og tengiltvinnbílar, eða um 90%.

Umsvif Öskju hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár, en þess má geta að Kia er annað mest skráða merkið á Íslandi síðasta áratuginn.
Frá árinu 2010 hafa yfir 18.000 nýir Kia bílar verið skráðir á göturnar, u.þ.b. 4.700 Honda bílar og 3.800 Mercedes-Benz fólksbílar. Það er því myndarlegur og stór floti sem Askja sinnir í þjónustu, varahlutum, ábyrgðum og endursölu.

Markaðshlutdeild Öskju árið 2023 endaði í 14,5% í flokki fólksbíla með tæplega 2.500 nýskráningar. Kia var þriðja mest selda merkið og eitt af þremur á markaði með yfir 11% markaðshlutdeild.

Loks má geta að Honda varð söluhæsta mótorhjólamerki landsins með 64 skráð bifhjól.

Þetta voru mest seldu fólksbílar Öskju árið 2023:

  1. Kia Niro
  2. Kia EV6
  3. Kia Sportage
  4. Kia Sorento
  5. Mercedes-Benz GLE
  6. Mercedes-Benz EQC
  7. Mercedes-Benz EQA
  8. smart #1
  9. Mercedes-Benz EQB
  10. Mercedes-Benz EQE SUV

Þetta voru mest seldu sendibílar Öskju árið 2023:

  1. Mercedes-Benz Sprinter
  2. Mercedes-Benz V-Class
  3. Mercedes-Benz Citan / eCitan
  4. Mercedes-Benz Vito Tourer
  5. Mercedes-Benz Vito / eVito
  6. Mercedes-Benz EQV
Frumsýningu EQE SUV var beðið með mikilli eftirvæntingu

Þetta voru mest lesnu fréttir Öskju árið 2023.

Askja birti 109 fréttir á árinu, sem ýmist voru um frumsýningar, forsölur, verðlaun og almennar fréttir tengdar Öskju og framleiðendum okkar.

10 mest lesnu fréttir Öskju á árinu voru:

  1. Frumsýnum nýjan og draumkenndan EQE SUV
  2. Kia býður þér á Rafstefnumót
  3. Alrafmagnaður G-Class á leið til Íslands
  4. Frumsýning Kia EV9 á Íslandi
  5. Frumsýning á EQS SUV frá Mercedes-EQ
  6. Rafbílasýning Kia
  7. Nýr Honda Civic Hybrid frumsýndur og mótorhjólasýning
  8. Rafmagnaðir sumardagar Kia
  9. Kia EV9 vinnur Gullna stýrið
  10. Hraðstefnumót við landsbyggðina
Snjall lyklabox Öskju eru opin 24/7

Enn betri þjónusta.

Markmið Öskju er ávallt að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina. Askja kynnti á árinu nýja þjónustu í afhendingu varahluta, sem og Snjall lyklabox. Snjall lyklaboxið auðveldar afhendingu bíla og gerir viðskiptavinum kleift að koma með og sækja bílinn í þjónustu hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar.

Sjá myndbönd til útskýringa hér:

Skilahólf og Snjall lyklabox
Snjallbox vöruafhending

Straumurinn er í Öskju 2023
Nýr vefsýningarsalur leit dagsins ljós

Hægt að klára bílakaup á vef Öskju.

Mikilvægur áfangi í því að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu var nýr vefsýningarsalur Öskju sem fór í loftið í sumar.

Nýr sýningarsalur Öskju býður viðskiptavinum að greiða bíl að fullu á vefnum í gegnum persónulega síðu sem viðkomandi skráir sig inn á með rafrænum skilríkjum. Sýningarsalurinn var uppfærður til að einfalda samanburð bifreiða og hámarka þægilega notendaupplifun. Hægt er að velja bíl, lit, orkugjafa, taka hann frá og ákveða hvernig hann er greiddur.

Mikil áhersla hefur verið sett á fræðslumál

Starfsánægja í Öskju aldrei mælst hærri.

Síðastliðið ár hefur Askja sett aukinn kraft í fræðslumál í takt við þarfir starfsfólks ásamt því að uppfylla kröfur bæði framleiðenda og félagsins.

Fjölmörg námskeið framleiðenda eru rafræn, önnur augliti til auglits á netinu eða haldin erlendis. Einnig hefur Askja fengið kennara frá framleiðendum til Íslands til að kenna.

Mikil ánægja hefur verið meðal starfsfólks með aukna áherslu á námskeið og fræðslu og er merkjanleganlegur munur í vinnustaðagreiningum sem lagðar eru fyrir mánaðarlega, en starfsánægja í Öskju hefur aldrei mælst hærri.

Nánar um frábært fræðsluár Öskju má lesa hér.

Við hjá Öskju hlökkum til að halda áfram að færa ykkur fréttir á nýju ári.

Skrá mig á póstlista Öskju