21. mars 2023

Nýr Honda Civic Hybrid frumsýndur og mótorhjólasýning

Laugardaginn 25. mars milli kl. 12-16 frumsýnir Askja nýjan og stórglæsilegan Honda Civic Hybrid í sýningarsal Honda, Krókhálsi 13, ásamt því að sýna nýjustu mótorhjólin frá Honda.

Nýr-Honda-Civic-frumsýndur

11. Kynslóðin og 50 ára stórafmæli

Civic Hybrid er 11. kynslóðin af þessum vinsæla bíl og í fyrsta sinn sem hann er fáanlegur með hybrid aflrás en það eru einmitt 50 ár síðan Civic var fyrst kynntur til sögunnar. Askja ætlar í tilefni þess að blása til frumsýningar og stórafmælisboðs á laugardag.

Civic Hybrid hefur hlotið einróma lof frá blaðamönnum og sett ný viðmið fyrir nútímalega bílahönnun, rafknúinn akstur og grípandi en umhverfisvæn afköst. Hann veitir áreynslulausa akstursupplifun með skilvirkum og viðbragðsfljótum afköstum til viðbótar við innanrými, þægindi og notkunarmöguleika sem eru leiðandi í flokki sambærilegra bíla.

Hybrid kerfið sem þróað var fyrir Civic er sérhannað með ánægjulega akstursupplifun í huga. Það er sett saman úr tveimur kraftmiklum rafmótorum, 2,0 lítra Atkinson-bensínvél með beinni innspýtingu, Li-ion rafhlöðu og nýjustu kynslóð sjálfskiptingar Honda, sem saman skila framúrskarandi sparneytni ásamt ánægjulegri og nánast ánetjandi hröðun og afkastagetu.

Fimm ára ábyrgð og þjónusta í þrjú ár

Líkt og Honda er þekkt fyrir fylgir fimm ára ábyrgð nýjum Civic Hybrid og innifalin er regluleg þjónusta í þrjú ár að skilyrðum uppfylltum.

Nánar um Civic Hybrid

Sýna nýjustu mótorhjólin frá Honda

Samhliða frumsýningunni ætlar Askja að formlega hefja hjólasumarið 2023 og sýna ný og glæsileg mótorhjól frá Honda. Fyrstu Honda mótorhjólin voru flutt inn af Honda umboðinu árið 1962 og hafa skipað stóran sess í hjörtum mótorhjólafólks allt frá upphafi. Honda mótorhjól eru þekkt fyrir gæði, áreiðanleika, fallega hönnun og fjölbreytt notagildi en ekki síst fyrir þá ánægju sem þau veita notendum. Mótorhjólin verða til sýnis í sýningarsal Honda, Krókhálsi 13.

Nánar um mótorhjólin frá Honda

Hlökkum til að sjá þig á laugardag.

mótorhjól-event-askja-honda