Við bjóðum úrvals vinnuaðstöðu og góðan starfsanda
Askja óskar eftir að ráða færa bifvéla- eða vélvirkja til starfa á þjónustuverkstæðum Öskju. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða á Mercedes-Benz, Kia og Honda bifreiðum í húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.
Hjá Öskju starfar öflugur hópur fólks þar af yfir 40 bifvélavirkjar. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.
Virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks á sér stað samkvæmt gæðastöðlum birgja sem eru þeir fremstu í heiminum í dag.
Vinnutími á verkstæðum er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-17:00 og föstudaga frá kl. 08:00-14:45.