Viltu vinna sem bifvélavirki hjá Öskju?

Hjá Öskju starfa yfir 40 bifvélavirkjar og er öll aðstaða til fyrirmyndar.

Viltu vinna sem bifvélavirki hjá Öskju?

Við bjóðum úrvals vinnuaðstöðu og góðan starfsanda

Askja óskar eftir að ráða færa bifvéla- eða vélvirkja til starfa á þjónustuverkstæðum Öskju. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða á Mercedes-Benz, Kia og Honda bifreiðum í húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.

Hjá Öskju starfar öflugur hópur fólks þar af yfir 40 bifvélavirkjar. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.

Virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks á sér stað samkvæmt gæðastöðlum birgja sem eru þeir fremstu í heiminum í dag.

Vinnutími á verkstæðum er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-17:00 og föstudaga frá kl. 08:00-14:45.

Sækja um starf hjá Öskju.
Hjá Öskju viljum við tryggja gæði og fagmennsku í öllu okkar starfi og að það endurspeglist í vinnubrögðum og þjónustu. Við leggjum okkur fram við að koma auga á leiðir til þess að gera hlutina stöðugt betur og ná meiri árangri með hjálp starfsfólks okkar.
Vel búið verkstæði Kia
Kia krókhálsi 13
Bifvélavirki að störfum á verkstæði Kia
Búningsaðstaða bifvélavirkja
viltu-vinna-sem-bifvelavirki-hja-oskju-starfsfólk
viltu-vinna-sem-bifvelavirki-hja-oskju-sýningarsalur
viltu-vinna-sem-bifvelavirki-hja-oskju-sýningarsalur-1
viltu-vinna-sem-bifvelavirki-hja-oskju-starfsfólk

Ráðningar

  • Lögð er áhersla á að laða að umsækjendur með fjölbreyttan bakgrunn, mikla þjónustulund og jákvætt viðhorf.
  • Við val á nýju starfsfólki er horft til þess að gildi starfmanns falli að gildum vinnustaðarins og hvernig samsetning deildar eða teymis er hverju sinni.
  • Vel er tekið á móti nýju starfsfólki, en markmiðið er að því líði vel á vinnustaðnum frá fyrsta degi.
  • Nýir stjórnendur fá handleiðslu og þjálfun.

Starfsþróun

  • Boðið er upp á markvissa fræðslu og starfsþróun sem tekur mið af stefnu Öskju hverju sinni.
  • Starfsþróun er margvísleg og getur falist í fræðslu og þjálfun, aukinni ábyrgð eða nýjum verkefnum.
  • Starfsfólk er hvatt til að eiga frumkvæði að sinni eigin starfsþróun og til að sýna metnað til að takast á við nýjar áskoranir og þróast í starfi.

Jafnrétti

Askja hefur innleitt jafnlaunastaðalinn ÍST 85/2012 og hefur hlotið jafnlaunavottun. Höfum við komið okkur upp stjórnkerfi til að tryggja að ákvörðun launa sé málefnaleg og að rökstuðningur fylgi launaákvörðunum.

  • Það er markmið Öskju að bjóða samkeppnishæf kjör og að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • Við höfum hlotið jafnlaunavottun BSI.
  • Askja er með jafnréttisstefnu og aðgerðaáætlun í jafnréttismálum.

Sláðu til og sæktu um starf sem bifvélavirki

Vertu hluti af traustum og góðum hópi.