innogy eMobility
Askja er umboðsaðili fyrir innogy eMobility hleðslustöðvar. innogy hefur framleitt hleðslustöðvar fyrir heimili og fyrirtæki frá því 2016 undir merkjum eMobility en fyrirtækið hefur starfað í orkutengdum iðnaði í ára raðir. Fyrirtækið er staðsett í Dortmund og hleðslustöðvarnar eru framleiddar af mestu nákvæmni og af hæstu gæðum í verksmiðjum innogy í Þýskalandi. Fyrirtækið framleiðir AC heimahleðslustöðvar, DC heimahleðslustöðvar, AC hleðslustöðvar fyrir stærri fyrirtæki, DC hraðhleðslustöðvar og DC súperhraðhleðslustöðvar.
Hleðslustöðvarnar eru tveir íhlutir. eClick tengikví festist á vegg eða á ePole. Þangað fara allar tengingar fyrir rafmagn. Stöðin sjálf smellist síðan á þæginlega máta beint á tengikvínna. Með þessu er allt framtíðarviðhald auðveldara og endurnýjungar eða breytingar ódýrari. Einnig eru í boði sérstakir hleðslustaurar sem eru ætlaðir fyrir notkun þar sem ekki er hægt að setja hleðslustöðina beint á vegg.