Hleðslulausnir

Í Öskju færðu alla þjónustu á einum stað. Við bjóðum ráðgjöf í hleðslulausnum við kaup á nýjum bíl, hjá okkur færðu hleðslubúnað og aðstoð við uppsetningu. Rafmögnuð þjónusta fyrir rafmagnaða bíla.

innogy eMobility

Askja er umboðsaðili fyrir innogy eMobility hleðslustöðvar. innogy hefur framleitt hleðslustöðvar fyrir heimili og fyrirtæki frá því 2016 undir merkjum eMobility en fyrirtækið hefur starfað í orkutengdum iðnaði í ára raðir. Fyrirtækið er staðsett í Dortmund og hleðslustöðvarnar eru framleiddar af mestu nákvæmni og af hæstu gæðum í verksmiðjum innogy í Þýskalandi. Fyrirtækið framleiðir AC heimahleðslustöðvar, DC heimahleðslustöðvar, AC hleðslustöðvar fyrir stærri fyrirtæki, DC hraðhleðslustöðvar og DC súperhraðhleðslustöðvar.

Hleðslustöðvarnar eru tveir íhlutir. eClick tengikví festist á vegg eða á ePole. Þangað fara allar tengingar fyrir rafmagn. Stöðin sjálf smellist síðan á þæginlega máta beint á tengikvínna. Með þessu er allt framtíðarviðhald auðveldara og endurnýjungar eða breytingar ódýrari. Einnig eru í boði sérstakir hleðslustaurar sem eru ætlaðir fyrir notkun þar sem ekki er hægt að setja hleðslustöðina beint á vegg.

Vissir þú að það er fjöldinn allur af hraðhleðslustöðvum út um land allt en flestum dugir að hlaða í heimahleðslu? Heimahleðslustöðvar eru settar upp við heimili, í bílakjöllurum fjölbýlishúsa og á mörgum vinnustöðum.

innogy eBox Smart 22kW

Hin snjalla eBox Smart hleðslustöð breytir hefðbundri hleðslustund í upplifun. eBox Smart skynjar þegar nálgast er og kveikir á LED stöðuljósum en stöðin talar við notanda í gegnum upplýst tákn á framhlið stöðvarinnar.  

 • Allt að 22kW hleðsla (3x 32A)
 • Innbyggð DC vörn
 • Hægt að hlaða á 1 fasa eða 3
 • Þæginlegt viðmót í gegnum eCharge+ snjallsímaforrit (aðeins með WiFi)
 • Nálægðarskynjari fyrir sjálfvirka ræsingu notendaviðmóts
 • Örugg og virk í verstu veðurskilyrðum – IP55 staðall
 • Nettengjanleg í gegnum WLAN eða Bluetooth
 • 99% nákvæmur mælir - MID mælir fáanlegur aukalega
 • Auðvelt í útskiptum og viðhaldi vegna framúrstefnulegrar eClick tengikvíar
 • Hægt að festa beint á vegg eða á ePole lausnir frá Innogy

Verð á hleðslulausn frá 189.000 kr.

 • Við bendum á að virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af hleðslustöðvum og uppsetningum á hleðslustöðvum.

innogy eBox Professional 22kW

Með innogy eBox Professional ert þú að fjárfesta í framtíðarlausn varðandi hleðslu sem uppfyllir hörðustu kröfur. eBox Professional hentar vel fyrir einstaklinga í fjölbýli, einbýlishús, smærri fyrirtæki og nánast hverjum sem er.

 • Allt að 22kW hleðsla (3x32A)
 • Innbyggð DC vörn
 • Hægt að hlaða á 1 fasa eða 3
 • Þæginlegt viðmót í gegnum eCharge+ snjallsímaforrit
 • Hægt að tengja við hin ýmsu leitarforrit t.d. PlugShare
 • Þæginleg greiðsla og/eða aðgangsstýring í gegnum RFID
 • Nálægðarskynjari fyrir sjálfvirka ræsingu notendaviðmóts
 • Örugg og virk í verstu veðurskilyrðum - IP55 staðall
 • Nettengjanleg í gegnum LAN, WLAN, Bluetooth eða 4G
 • 99% nákvæmur mælir - MID mælir fáanlegur aukalega
 • TPM gagnakóðun
 • Álagsstýring í boði
 • Auðvelt í útskiptum og viðhaldi vegna framúrstefnulegrar eClick tengikvíar
 • Hægt að festa beint á vegg eða á ePole lausnir frá innogy

Verð á hleðslulausn frá 249.900 kr.

 • Við bendum á að virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af hleðslustöðvum og uppsetningum á hleðslustöðvum.

Verð á uppsetningu frá 130.000 kr.

 • - Fáðu fagmann í verkið (Askja er í samstarfi við Orkuvirkja)

  - Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til hleðslu rafmagnsbíla

  - Hver tengistaður má einungis hlaða eitt farartæki

  - Framlengingarsnúrur eða fjöltengi skal aldrei notað í hleðslu rafbíla

  - Hleðsluhraði bíla ákvarðast í raun af nokkrum þáttum, þá helst hleðslugeta bíls (hversu mörg kW hann getur tekið við) og hleðsluhraða stöðvar eða tengils.

  Frekari upplýsingar má finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 • - Uppsetning að innan jafnt sem utandyra

  - Varbúnaður í töflu

  - Lagnaefni (allt að 10 metrum)

  - Akstur

  - Tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnuna (HMS)

 • - Jarðvegsvinna

  - Breytingar á rafmagnstöflu

  - Umfram 10m lagnaefni

Endurgreiðsla virðisaukaskatts

 • Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 nemur hlutfall endurgreiðslu 100% vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði og jafnframt af vinnu við uppsetningu hleðslustöðvarinnar.

  Söluaðilum er skylt að innheimta VSK af hleðslustöðvum og uppsetningu en kaupanda er síðan heimilt að sækja um endurgreiðslu til Skattsins eftir á. 

  Eftirfarandi eru leiðbeiningar hvernig skal sækja um umrædda endurgreiðslu.

  1. Farið er á vefsíðu Ríkisskattstjóra og skráð sig inn á Þjónustuvefinn. Hægt er að skrá sig inn með því að smella á hnappinn "Þjónustuvefur" efst í hægra horninu. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum eða veflykli.

  2. Inn á þjónustuvefnum má sjá 4 valmyndir ofarlega vinstra megin (Almennt, Framtal, Vefskil og Samskipti). Velja þarf Samskipti.

  3. Undir Samskiptum má finna undirvalmyndir og er ein þeirra "Umsóknir". Undir Umsóknir er valið "Virðisaukaskattur"

  4. Nú ætti að hafa opnast gluggi með hinum ýmsu valmöguleikum. 

Vissir þú að margir vinnustaðir hafa sett upp hleðslustöðvar fyrir starfsfólk til að hlaða bílinn sinn á vinnutíma? Askja býður hleðslulausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Ertu með spurningar varðandi hleðslulausn?

Við getum svarað öllum þínum spurningum og fundið hleðslulausn sem virkar fyrir þig.