Í rekstri bílaflota þurfa hagkvæmni, góð þjónusta og gæði að fara saman. Askja státar af breiðu úrvali bíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda ásamt starfsfólki sem hefur mikla þekkingu og reynslu í þjónustu við okkar bíla. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir fyrir rekstur bílaflota sem henta þínu fyrirtæki.
Hagkvæmt, öruggt og þægilegt
Við sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á margverðlaunuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið okkar er að mæta ólíkum þörfum fyrirtækja. Með því að hafa allan bílaflota fyrirtækisins hjá Öskju nær fyrirtæki þitt hagræðingu, skapar öryggi og eykur þægindi í daglegum rekstri.