Við erum á þremur stöðum á Krókhálsi, númer 7, 11 og 13. Þar finnur þú rúmgóða og bjarta sýningarsali, fjögur fullkomin bílaverkstæði og varahlutaverslun.
Krókhálsi 11 - Sala og þjónusta Mercedes-Benz fólks- og atvinnubifreiða. Sýningarsalur, sala varahluta, fólksbílaverkstæði, sendibílaverkstæði og vöru- og hópferðabílaverkstæði.
Krókhálsi 13 - Sala og þjónusta Kia og Honda fólksbifreiða. Sýningarsalir, fólksbílaverkstæði, hraðþjónusta, aukahlutir.
Krókhálsi 7 - Sala notaðra bíla.
Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.