Rafbílaráðgjöf

Við í Öskju erum sérfræðingar í rafbílum. Hér er að finna ýmsar upplýsingar um tegundir rafbíla, hleðslu og drægni.

Hleðslulausnir

Akstursdrægni

Akstursdrægni rafbíla er mismunandi og veltur á mörgum þáttum. Hleðsla bílsins skiptir máli og hversu hratt er ekið. Vegyfirborð, loftslag og landfræðilegir þættir eins og hæð yfir sjávarmáli eru líka áhrifaþættir. Í dag er akstursdrægni flestra 100% rafbíla á bilinu 160 til 450 km á einni hleðslu en tengiltvinnbíla (PHEV) frá 50-100 km.

Gríðarlegar framfarir eru framundan í akstursdrægni rafbíla á næstu árum og ljóst er að þessar tölur eiga eftir að hækka. Ástæðan er fyrst og fremst framþróun í framleiðslu á rafhlöðum. Þegar haft er í huga að helmingur allra akstursferða eru innan við 8 km langar er ljóst að hægt er að fara fjölda ferða á einni hleðslu. Þeir ökumenn sem þurfa reglulega að aka langar vegalengdir gætu kynnt sér kosti tengiltvinnbíls með bensínvél (PHEV). Hleðslustöðvar eru um allt land og fer þeim ört fjölgandi, þannig ekki þarf að hafa áhyggjur í umferðinni.

Nýjustu hraðhleðslustöðvarnar búa yfir tækni að hlaða rafbíla allt að 80% á 30 mín og er sá tími er alltaf að styttast.

100% rafbílar hafa sýnt að þeir beri lægri rekstrarkostnað.

Tvinnbílar vs. Tengiltvinn bílar

Því fylgir ótvíræður ávinningur að kaupa tvinnbíl (e. hybrid) og tengiltvinnbíl (e. plug-in hybrid) ef stefnt er að minni eldsneytisnotkun eða meiri akstursdrægni. Það ræðst svo af þörfum hvers og eins hvor gerðin hentar.

Helsti ávinningurinn af háþróaðri tvinnaflrásartækni er umhverfismildi og minni rekstrarkostnaður. Almennt séð er losun frá tvinnbílum minni en frá hefðbundnum bílum, sem stuðlar að minni umhverfisáhrifum. Rafmótorinn skilar viðbótarafli og styður við brunahreyfilinn, sem stuðlar að minni eldsneytisnotkun en á þeim bílum sem einungis eru með bensín- eða dísilvélar. Sparneytnin ræðst einnig af þeirri gerð tvinnbíls sem verður fyrir valinu, en öruggt er að kostnaður á eldsneyti minnkar til muna. Enn meiri fjárhagslegur sparnaður af tvinnbíl eða tengiltvinnbíl getur falist í skattaívilnunum hins opinbera, sem eru ætlaðar sem hvati fyrir bílkaupendur til að kaupa umhverfisvænni bíla. Þar að auki eru lægri bifreiðagjöld vegna minni losunar.

Tvinnbílar eru jafn viðráðanlegir í notkun og hefðbundnir bílar en hafa þó eitt umfram. Þeir eru einstaklega hljóðlátir þegar rafmótorinn knýr þá. Auk þess skipta þeir svo átakalaust á milli aflrása að það heyrist vart. Valið ræðst af þínum þörfum. Í boði er hreinn tvinnbíl (e. hybrid) sem aldrei þarf að hlaða, eða tengiltvinnbíl (e. plug-in hybrid) sem býr yfir þeim eiginleika að hægt er að hlaða rafgeyminn og lengja þar með rafakstursdrægnina.

Algengar spurningar um hleðslu

  • Hægt er að hlaða bílinn á mismunandi vegu. Heima við hleður þú bílinn í heimahleðslustöð sem þú kaupir sérstaklega og lætur setja upp. Jafnframt er hægt að hlaða í almennum hleðslustöðum sem er víðsvegar að finna.

    Þessar mismunandi leiðir kalla á mismunandi aðferðir við hleðslu sem hefur líka áhrif á hleðsluhraðann. Hleðsla rafbíla er þrenns konar; hæghleðsla, riðstraumshleðsla, (AC) og jafnstraumshleðsla (DC).

    - Hæghleðsla í gegnum hefðbundna 220V heimilisinnstungu er seinvirkasta aðferðin til að hlaða bílinn og er ekki mælt með þeirri leið nema í neyðartilvikum. Þessi aðferð kallar ekki á uppsetningu á hleðslubúnaði og með henni næst hleðsla fyrir um það bil 65 km akstursdrægni á 5 klukkustundum (hleðsla yfir nótt), eða 200 km akstursdrægni á 14 klukkustundum. Ekki er mælt með hæghleðslu nema í brýnustu nauðsyn, eins og þegar hleðsla rafgeymisins dugar ekki til að aka að næstu hleðslustöð. Mælt er með notkun á ICCB-kapli (In Cable Control Box) ef bíllinn er hlaðinn með hæghleðslu.

    - Riðstraumshleðsla er algengasta hleðsluaðferðin og sú sem mælt er með. Með uppsetningu á hleðslustöð á heimili þínu tekur hleðsla rafbílsins um það bil 3-4 sinnum skemmri tíma en með hæghleðslu. Riðstraumshleðslustöðvar (AC) fyrir almenning eru einnig aðgengilegar og bjóða upp á enn meiri hleðsluhraða.

    - Flestar almenningshleðslustöðvar eru hins vegar með jafnstraumshleðslu (DC). Það er hraðvirkasta aðferðin til að hlaða rafbíl og byggir á 50kW straum eða hærri. Með jafnstraumshleðslu tekur það um það bil 40 mínútur að hlaða rafgeyminn úr 20% hleðslu í 80% hleðslu.

  • Sé hlaðið heima er verðið á kíló watt stundinni á u.þ.b. 15 kr og þá ræður rýmd raflöðu heildar kostnaði. Einfaldast er að horfa á hvað bíllinn eyðir á hverja 100km og bera það saman við lítra af eldsneyti á hundraði. Eyði bíll að meðaltali 15kWh á 100 kílómetrum má reikna að 100km kosti 225kr. Samanborið við bíl sem eyðir 8L/100 og eldsneytis líterinn kosti 230kr þá kosta 100km akstur 1840 kr. Sé hraðhleðsla nýtt sem ýmsir þjónustuaðilar bjóða uppá er greitt fyrir krónugjald á mínútu sem bíllinn er tengdur og hverja kWh. Gróflega má áætla að þar kosti 100km u.þ.b. 550kr.

  • Það ræðst af því hvernig og hvar bíllinn er hlaðinn. Með háspennu DC hleðslutæki á hraðhleðslustöð er hægt að hlaða tóman rafgeymi upp í um 50% hleðslu á um það bil 30 mínútum og 80% hleðslu á um það bil 50 mínútum. Með uppsettri hleðslustöð sem breytir riðstraum (AC) í jafnstraum (DC) tekur um 8 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðu. Með því að tengja hleðslukapalinn beint í innstungu á heimilinu tekur hleðslan allt frá 12 og upp í 30 klukkustundir og ræðst tíminn einkum af gerð rafbíls.

  • Heimahleðslustöð býður uppá mikil þægindi en almennum hleðslustöðvum fer sífellt fjölgandi og þú getur hlaðið bílinn þegar þú ert á ferðinni. Askja er umboðsaðili fyrir Innogy hleðslustöðvar. Fyrirtækið framleiðir AC heimahleðslustöðvar og DC heimahleðslustöðvar.

  • Á Íslandi fer fjöldi almennra hleðslustöðva sífellt fjölgandi sem gerir að verkum að þú getur hlaðið á einfaldan og sveigjanlegan hátt þegar þú ert á ferðinni.

    Hér má sjá kort yfir hleðslustöðvar ON víðsvegar um landið.

GLC í hleðslu
EV6 | í hleðslu
Sportage Plug-In hybrid

Ábyrgð rafhlaða

  • 8 ár eða 160.000 km fyrir Mercedes-Benz bíla.

  • 7 ár eða 150.000 km fyrir Kia bíla.

  • 8 ár eða 160.000 km fyrir Honda bíla.

Ef þú ert enn að hugsa og leita svara um allt sem tengist rafbílum, hafðu þá samband og við aðstoðum þig með ánægju.

Hleðslulausnir

Við bjóðum uppá hleðslulausnir fyrir einstaklinga, heimili, fjölbýli og fyrirtæki. Skoðaðu úrval hleðslulausna.

Rafbílar

Yfir 30 gerðir 100% rafbíla, tvinn- og tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Skoðaðu úrval rafbíla hjá okkur.

Kia Range - rafmagnað úrval Kia