Störf í boði

Vinna í lifandi og skemmtilegu umhverfi.

Áhersla er lögð á að laða að umsækjendur með fjölbreyttan bakgrunn, mikla þjónustulund og jákvætt viðhorf. Við val á nýju starfsfólki er horft til þess að gildi starfsmanns falli að gildum vinnustaðarins og hvernig samsetning deildar eða teymis er hverju sinni. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki, en markmiðið er að því líði vel á vinnustaðnum frá fyrsta degi. Allir nýir stjórnendur fá handleiðslu og þjálfun.

Við tökum líka nemendur í vinnustaðanám til undirbúnings fyrir sveinspróf í bifvélavirkjun.

Athugið að fyllsta trúnaðar er gætt við meðferð umsókna. Allar umsóknir eru geymdar í sex mánuði en eftir það er þeim eytt, hafi ekki áður verið haft samband við umsækjandann.

Gildi Öskju eru metnaður, fagmennska, heiðarleiki og gleði.

Vinnustaðurinn Askja

Störf í boði

 • Bílaumboðið Askja leitar að metnaðarfullum vörustjóra til að leiða vörumerki Kia, Honda og Mercedes Benz. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði í öflun þekkingar á vörum og nýjungum. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.

  Helstu verkefni:

  • Vöruþróun og hugmyndavinna
  • Kynningar fyrir birgja, söludeildir og umboðsmenn
  • Utanumhald og samskipti við markaðsdeild og aðrar deildir vegna vörumerkja
  • Skýrslugerðir, verðútreikningar og samanburður
  • Áætlanagerð innkaupa og pantanir í samvinnu við hagaðila

  Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi  s.s. viðskiptafræði, verkfræði eða tölvunarfræði
  • Reynsla af vörustjórnun eða sambærilegu starfi kostur
  • Mikil hæfni í samskiptum og teymisvinnu
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Viðamikil tölvuþekking og mjög góð kunnátta í Excel
  • Góð kunnátta á Microsoft Office forrit t.d PowerPoint
  • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti

  Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Askja er í fremstu röð þegar kemur að framboði raf- og tengiltvinnbifreiða.

  Umsóknarfrestur er til og með 18. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

  Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

  Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is

  Umsóknarfrestur frá:06.10.2021
  Umsóknarfrestur til:18.10.2021

  Sækja um
 • Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir færum bifvélavirkjum til starfa. Í boði eru spennandi störf hjá öflugu þjónustufyrirtæki í fremstu röð.

  Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða í húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.

  Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.

  Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn viðhalds og viðgerðarvinna
  • Þjónustuskoðanir
  • Meðhöndlun bilanagreina
  • Þrif og frágangur á verkstæði

  Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í bifvélavirkjun
  • Samstarfs- og samskiptahæfni. Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
  • Góð enskukunnátta, lesin, skrifuð og töluð og vilji til að læra íslensku
  • Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
  • Ökuréttindi

  Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00 og föstudaga frá kl. 08:00-14:45. Um er að ræða 100% framtíðarstörf. Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu Öskju: https://www.askja.is/storf-i-bodi

  Umsóknarfrestur frá:03.10.2021
  Umsóknarfrestur til:29.10.2021
  Hafa samband:Berglind Bergþórsdóttir

  Sækja um
 • Viltu vera á skrá hjá okkur?

  Hér getur þú skráð almenna umsókn hafir þú áhuga á starfi hjá Öskju. Almennar umsóknir eru geymdar í 6 mánuði nema umsækjandi endurnýi eða biðji okkur um að eyða skráningu.

  Umsóknarfrestur frá:22.07.2019
  Umsóknarfrestur til:15.01.2025
  Hafa samband:Berglind G. Bergþórsdóttir

  Sækja um
 • Askja óskar eftir að ráða færa bifvéla- eða vélavirkja til starfa á atvinnubílaverkstæði og fólksbílaverkstæði.  Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða á Mercedes-Benz og Kia bifreiðum í húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.

  Virk þjálfun og endurmenntun starfsmanna á sér stað samkvæmt gæðastöðlum birgja sem eru þeir fremstu í heiminum í dag. Starfsmenn starfa eftir öryggisreglum Öskju og gæðakröfum framleiðenda.

  Askja var valið eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum í árlegri könnun VR árið 2018. Hjá Öskju starfa um 140 manns, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar. 

  Gildi Öskju eru: Metnaður - Fagmennska - Heiðarleiki – Gleði

  Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Öll almenn viðhalds-, greiningar- og viðgerðarvinna 
  • Meðhöndlun bilanagreina
  • Þrif og frágangur á verkstæði 
  • Miðlun þekkingar til starfsfélaga

  Hæfniskröfur:

  • Haldbær reynsla af störfum bifvélavirkja, sveinspróf er kostur
  • Samstarfs- og samskiptahæfni. Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
  • Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð 
  • Góð enskukunnátta, lesin, skrifuð og töluð og vilji til að læra íslensku
  • Almenn tölvukunnátta og geta til að tilkeinka sér tækninýjungar
  • Ökuréttindi

  Vinnutími á verkstæðum er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-17:00 og föstudaga frá kl. 08:00-16:00.

  Eingöngu er tekið við umsóknum á heimasíðu Öskju

  Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Öskju, á netfanginu atvinna@askja.is.

  Konur, jafnt sem karlar, eru hvött til að sækja um starfið.

  Umsóknarfrestur frá:20.01.2019
  Umsóknarfrestur til:10.01.2022
  Hafa samband:Berglind G. Bergþórsdóttir

  Sækja um
 • Ert þú nemi í bifvélavirkjun? Ertu jákvæð/ur, drífandi og með metnað til að ná framúrskarandi árangri í þínu fagi?

  Hér getur þú skráð umsókn um vinnustaðanám á fólksbíla- eða atvinnubílaverkstæði Öskju. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða á Mercedes-Benz og Kia bifreiðum.

  Vinnutími á verkstæðum er frá kl. 8:00 – 17:00 alla virka daga eða skv. samkomulagi.

  Nánari upplýsingar veitir Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Öskju, atvinna@askja.is

  Konur, jafnt sem karlar, eru hvött til að sækja um.

  Umsóknarfrestur frá:20.01.2019
  Umsóknarfrestur til:10.01.2022
  Hafa samband:Berglind G. Bergþórsdóttir

  Sækja um

Viltu vinna sem bifvélavirki hjá Öskju?

Hjá Öskju starfa yfir 40 bifvélavirkjar og er öll aðstaða til fyrirmyndar.