Lyklahólf

Komdu með bílinn þegar þér hentar. Á þjónustuverkstæðum Öskju tökum við á móti lyklum í lyklahólfi utan opnunartíma.

Lyklalúgan er til þess að auka öryggi viðskiptavina okkar. Þú kemur með bílinn þegar þér hentar. Í lyklahólfinu er umslag sem þú merkir með nafni, símanúmeri og bílnúmeri, setur lykilinn í umslagið og skilar í lúgu inní lyklahólfinu.

Mynd hér fyrir neðan sýnir staðsetningu á lyklahólfum á Krókhálsi 11 og 13.

  1. Lyftið loki á lyklahólfi til að sækja umslag.
  2. Fyllið út upplýsingar á umslag.
  3. Setjið lykla í umslag.
  4. Leggið umslag í hólf.
  5. Lokið skúffu.
  6. Ganga úr skugga um að umslag sé horfið.

  ATH. Passa að setja umslag með lykli í rétt hólf.

  • Gætið þess að á lyklakippunni sé einungis lykill að bílnum.
  • Vinsamlegast fjarlægið verðmæti úr bílnum, s.s. ökuskírteini, síma, greiðslukort og fleira.

  Bílaumboðið Askja ber ekki ábyrgð á ofangreindum hlutum eða öðru því sem á lyklakippunni eða í bílnum kann að vera og ber ekki ábyrgð á bílnum sjálfum sé hann staðsettur fyrir utan verkstæði fyrirtæksins.