Kia bíl­ar bila sjaldn­ast

Kia bíl­ar bila sjaldn­ast

Kia er sú bíl­teg­und sem bil­ar sjaldn­ast sam­kvæmt skýrslu sænska trygg­inga­fé­lags­ins Läns­försäkring­ar um tíðni al­var­legra bil­ana í ný­leg­um bíl­um sem bár­ust trygg­inga­fé­lag­inu.

Skýrsl­an er byggð á fjög­ur þúsund tjóna­til­kynn­ing­um til fé­lags­ins árið 2015 en um bíla af ár­gerðum 2007-2013 er að ræða. Þetta kem­ur fram í frétt á heimasíðu FÍB.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að Kia bíl­ar bila sjaldn­ast en Hyundai bíl­ar næst sjaldn­ast. Þar á eft­ir koma Honda, Lex­us og Toyota. Kia er með 7 ára ábyrgð á bíl­um sín­um sem er lengsta ábyrgð sem bíla­fram­leiðandi býður upp á. Hyundai er með 5 ára ábyrgð sem er það næst mesta sem í boði er. Bæði bíla­merk­in eru frá Suður-Kór­eu. Kia var næst mest selda bíla­merkið á Íslandi á síðasta ári.

„Þetta eru að sjálf­sögðu mjög ánægju­leg­ar frétt­ir og sýna fram á að Kia bíl­ar eru mjög áreiðan­leg­ir. Við höf­um ekki fundið fyr­ir öðru hér á landi und­an­far­in ár en það er gott að fá þessa skýrslu sænska trygg­inga­fé­lags­ins sem er mjög ít­ar­leg og FÍB og fleiri virt­ir fagaðilar taka mikið mark á,“ seg­ir Þor­geir Páls­son, sölu­stjóri Kia hjá Bílaum­boðinu Öskju.

Í skýrslu sænska trygg­inga­fé­lags­ins kem­ur jafn­framt fram að al­geng­ustu or­sak­ir þess að bíll verður óöku­fær eru vél­ar­bil­an­ir. Þær urðu ým­ist í kjöl­far bil­ana og skemmda á kæli­kerfi eða miðstöðvar­kerfi bíl­anna eða vegna þess að tímareim­ar eða tíma­keðjur slitnuðu. Næst al­geng­ast­ar eru bil­an­ir í gíra- og drif­búnaði en sam­an­lagt koma þess­ar bil­an­ir við sögu í tveim­ur þriðju allra tjóna­til­kynn­ing­anna.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.