Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til kaupa á hreinorku eða losunarfríum vöru- og hópferðaökutækjum. Þetta nær m.a. yfir Mercedes-Benz eSprinter – sendibíla, pallbíla og kassabíla sem henta einkum vel í atvinnurekstur.
Styrkir munu að óbreyttu lækka um næstu áramót. Samkvæmt drögum að nýju frumvarpi um kílómetragjald munu rafmagnsvörubílar greiða aðeins 20% af þeim þungaskatti sem lagður er á sambærilega dísilbíla – að minnsta kosti næstu fjögur árin.
Mercedes-Benz eSprinter er fullkominn fyrir fyrirtæki sem vilja sameina fagmennsku, gæði og sjálfbæra hugsun. Bíllinn er hljóðlátur, kraftmikill og laus við útblástur – án þess að slá af kröfum um burðargetu eða endingu.