Askja hefur forsölu á 100% rafdrifnum Kia Niro EV!

Askja hefur forsölu á 100% rafdrifnum Kia Niro EV!

15. ágúst 2018

Forsala er hafin á nýjum Kia Niro EV. Hann státar af mengunarlausum rafmótor, notagildi jepplings, snjöllum lausnum í innréttingum og laglegri útlitshönnun. Akstursdrægið er allt að 450 km skv. nýjum WLTP staðli, sem setur hann í flokk þeirra rafbíla sem hafa hvað mesta drægni í heiminum. Nýi rafdrifni Niro EV bíllinn er viðbót við Hybrid og Plug-in Hybrid útfærslur bílsins sem hafa selst í meira en 200.000 eintökum frá því Niro kom á markað árið 2016. Niro hefur verið mjög vinsæll hér á landi undanfarna mánuði í báðum þessum útfærslum.

„Við búumst við því að nýr og 100% rafdrifinn Niro EV hljóti afar góðar viðtökur Þess vegna setjum við af stað þessa forsölu til að ná sem best utan um þetta skemmtilega verkefni. Niro mun einnig fást áfram í Hybrid og Plug-in Hybrid útfærslunum vinsælu. Kia er að ná forystu á rafbílamarkaðinum því að fáir framleiðendur bjóða upp á viðlíka úrval rafbíla. Í lok þessa árs verða á boðstólnum 2 gerðir Hybrid bíla, 3 gerðir Plug-in Hybrid bíla og 2 gerðir 100% rafbíla þannig að alls verðum við með 7 mismunandi útfærslur af rafknúnum Kia bílum hér hjá Öskju. Og það er meira á leiðinni á komandi misserum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.

Kia hefur fengið yfir 5.000 forpantanir á Niro EV í Kóreu frá því bíllinn var fyrst sýndur þar fyrr á þessu ári, auk þess sem forsala í Noregi hefur farið mjög vel af stað. Nýi bíllinn verður frumsýndur í Evrópu á bílasýningunni í París í október og sala hefst síðan í árslok 2018 en nú er hægt að forpanta hann hjá Bílaumboðinu Öskju. Pöntunargjaldið er 77.777 kr. en gjaldið er um leið innborgun á bifreiðina, tölurnar 7 vísa í sjö ára ábyrgð Kia.
Hægt að panta bílinn hér, og ákveði viðskiptavinur að hætta við kaupin, fær hann fulla endurgreiðslu.
Niro EV kemur með afkastamikilli 64 kWh lithium-pólymer rafhlöðu sem býður upp á allt að 450 km mengunarlaust akstursdrægi í einni hleðslu. Það tekur 54 mínútur að ná 80% hleðslu í gegnum 100 kW hleðslustöð.
Einnig verður boðið upp á Niro EV með 39,2 kWh lithium-pólymer rafhlöðu sem er með allt að 300 km drægi. Niro EV er framhjóladrifinn en rafmótorinn fyrir stærri rafhlöðuna er 204 hestöfl. Rafmótorinn fyrir minni rafhlöðuna er 136 hestöfl.
Togið er 395 Nm úr kyrrstöðu og er hann aðeins 7,8 sekúndur frá 0 í 100km/klst. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju á bugðóttum vegum. Í takt við framtíðarmiðaðan rafmótor Niro EV standa kaupendum einnig til boða hátæknivædd akstursstoðkerfi Kia sem aðstoða ökumann við aksturinn við margvíslegar aðstæður og draga úr líkum á óhöppum.

Meðal öryggisbúnaðar í boði má nefna árekstrarvara að framan með virku inngripi, skynræna hraðastýringu með skynrænu Stop&Go kerfi og akreinastýringu sem er einkar notendavæn. Kerfið fylgist með bílum, sem á undan fara í umferðinni, og greinir akreinamerkingar í því skyni að halda Niro EV á réttri akrein. Kerfið tekur mið af akstri bílanna fyrir framan og stýrir hröðun bílsins, hemlun og stýringu. Það styðst við skynjara á utanverðum bílnum til að viðhalda öruggri fjarlægð frá næstu bílum. Akreinastýringin er virk á 0 til 130 km hraða á klst.
Hjólhaf bílsins er 2.700 mm sem tryggir gott fótarými fyrir alla farþega. Að sama skapi eykur jepplingahönnun bílsins tilfinningu fyrir rými. Breidd bílsins er 1.805 mm, lengd 4.375 mm og hæð 1.560 mm sem tryggir gott olnboga- og höfuðrými alls staðar í farþegarýminu. Farangursrými er einstaklega rúmgott eða 451 lítrar sem er meira en í gengur og gerist í flestum tengiltvinnbílum og rafbílum.

Kia hefur verið annað söluhæsta bílmerkið á Íslandi undanfarin ár og svo er einnig á þessu ári. Markaðshlutdeild KIA er tæplega 12%. Kia býður upp á lengstu ábyrgð allra bílaframleiðanda í Evrópu eða 7 ár.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.