Eigandi Öskju er eignarhaldsfélagið Top ehf. og hjá Öskju starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu.
Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Við leggjum áherslu á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Það gerum við með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi til að geta veitt viðskiptavinum afburðaþjónustu.
Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar. Markmið mannauðsstefnu Öskju er að laða að, ráða, efla og halda í hæft starfsfólk. Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika þar sem starfsfólk leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.