Sumargrill Kia

Sumargrill Kia

Sumargrill Kia verður haldið í Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16.  Hinn fjölbreytti og margverðlaunaði bílafloti Kia verður að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11.

Askja býður upp á fría sumarskoðun fyrir Kia eigendur á verkstæði Öskju á laugardaginn þar sem bíllinn verður yfirfarinn fyrir sumarið. Boðið verður upp á grillaðar pylsur fyrir alla fjölskylduna og hoppukastala fyrir börnin. Börnin geta spreytt sig á hjólabraut Kia og allir sem reynsluaka Kia bílum geta unnið ferð á EM í Frakklandi.

Hjólreiðakeppnin vinsæla Kia Gullhringurinn verður kynnt sérstaklega á laugardaginn og hægt er að skrá sig til leiks sem og að fá ráðgjöf frá Maríu Ögn Guðmundsdóttur, hjólaþjálfara og framkvæmdastjóra keppninnar. Örninn sýnir reiðhjól og útbúnað fyrir hjólreiðafólk og tilboð verður á reiðhjólafestingum á Kia bíla. Þá verður 20% afsláttur af öllum Kia vara- og aukahlutum og 25% afsláttur af þverbogum og skottmottum.

,,Við ætlum að fagna sumrinu með pomp og pragt og vonumst til að sjá sem flesta eiga góðan dag hér með okkur. Við erum ákaflega stolt af Kia bílunum sem fengið hafa mjög góða dóma fyrir fallega hönnun og sparneytni. Þá fylgir 7 ára ábyrgð öllum nýjum Kia bílum sem er lengsta verksmiðjuábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á heiminum í dag. Þannig að nýr Kia bíll er í ábyrgð til 2023,” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.