Alrafmagnaður jeppi innblásinn af náttúrunni og nútímanum.
Kia EV9 rafmagnsbíllinn náði eftirtektarverðum árangri á World Car Awards hátíðinni en bíllinn stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari. Bíllinn var verðlaunaður sem bæði Bíll ársins og Rafmagnsbíll ársins á athöfn sem fór fram í New York 27. Mars.
Verðlaun EV9 eru þau fjórðu og fimmtu sem að Kia hefur unnið á World Car Awards síðan árið 2020.
Dómnefndin sem taldi EV9 standa upp úr samanstóð af 100 virtum bílablaðamönnum víða að úr heiminum. Nýstárleg hönnun Kia EV9, rúmgóð sjö sæta innrétting og samkeppnishæf verð stóðu upp úr að mati dómnefndar. EV9 bíllinn er byggður á E-GMP undirvagni og er fyrsti Kia-bíllinn sem býður upp á fjórðu kynslóðar rafhlöðutækni.
World Car Awards verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2003 og hafa síðan verið rómuð á heimsvísu sem viðmið fyrir hæsta gæðastimpil í bílaiðnaðinum. Á hátíðinni eru framúrskarandi hönnunum og afrekum í ört breytilegum bílaiðnaði gert hátt undir höfði. Fyrir athöfnina í New York í síðasta mánuð hafði Kia þegar unnið þrjú World Car Awards verðlaun.
Kia Telluride vann Bíll ársins verðlaunin árið 2020 og sama ár vann Kia Soul EV Borgarbíll ársins. Þá vann Kia EV6 Frammistöðubíll ársins verðlaunin árið 2023.