3. apríl 2024

Kia EV9 er bæði Bíll ársins og Rafmagnsbíll ársins

EV9 stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari á World Car Awards 2024

EV9-bill-arsins-og-rafmagnsbill-arsins

Alrafmagnaður jeppi innblásinn af náttúrunni og nútímanum.

Kia EV9 rafmagnsbíllinn náði eftirtektarverðum árangri á World Car Awards hátíðinni en bíllinn stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari. Bíllinn var verðlaunaður sem bæði Bíll ársins og Rafmagnsbíll ársins á athöfn sem fór fram í New York 27. Mars.

Verðlaun EV9 eru þau fjórðu og fimmtu sem að Kia hefur unnið á World Car Awards síðan árið 2020.

Dómnefndin sem taldi EV9 standa upp úr samanstóð af 100 virtum bílablaðamönnum víða að úr heiminum. Nýstárleg hönnun Kia EV9, rúmgóð sjö sæta innrétting og samkeppnishæf verð stóðu upp úr að mati dómnefndar. EV9 bíllinn er byggður á E-GMP undirvagni og er fyrsti Kia-bíllinn sem býður upp á fjórðu kynslóðar rafhlöðutækni.

World Car Awards verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2003 og hafa síðan verið rómuð á heimsvísu sem viðmið fyrir hæsta gæðastimpil í bílaiðnaðinum. Á hátíðinni eru framúrskarandi hönnunum og afrekum í ört breytilegum bílaiðnaði gert hátt undir höfði. Fyrir athöfnina í New York í síðasta mánuð hafði Kia þegar unnið þrjú World Car Awards verðlaun.

Kia Telluride vann Bíll ársins verðlaunin árið 2020 og sama ár vann Kia Soul EV Borgarbíll ársins. Þá vann Kia EV6 Frammistöðubíll ársins verðlaunin árið 2023.

EV9-bill-arsins-og-rafmagnsbill-arsins-world-car-awards
Tvöfaldur sigurvegari á World Car Awards 2024

Glæsilegur listi verðlauna EV9.

„Við erum svakalega stolt af því að 2024 EV9 hafi verið útnefndur sem Bíll ársins og Rafmagnsbíll ársins. Þessi sigur er til marks um óbilandi skuldbindingu okkar til að ýta á mörk tækni og framúrskarandi hönnunar.

Áframhaldandi velgengni Kia EV9 mun knýja okkur áfram í því að skila af okkur framúrskarandi farartækjum sem endurskilgreina akstursupplifun viðskiptavina um allan heim,“ sagði Ho Sung Song, forseti og forstjóri Kia.

Sigrarnir tveir á World Car Awards bætast ofan á þegar glæsilegan verðlaunalista EV9. Síðan EV9 var kynntur til leiks sem fyrsti þriggja raða jeppinn í EV línunni hefur bíllinn sópað að sér verðlaunum.

EV9 vann til að mynda Gullna stýrið 2023 í flokki fjölskyldubíla og hlaut nafnbótina North American Utility Vehicle of the Year hjá dómnefnd NACTOY (North American Car of the Year). Þá var EV9 valinn lúxusbíll ársins 2023 á Newsweek Autos verðlaununum.

„EV9 er skýrt dæmi um framtíðarsýn Kia og enn frekari sönnun um hollustu okkar við gæði. Þessi verðlaun staðfesta stöðu Kia sem leiðtoga í sjálfbærum samgöngulausnum sem ganga lengra en hefðbundnar bifreiðar hafa gert. Við deilum þessum heiðri með alþjóðlegum teymum okkar sem lögðu sitt af mörkum til að knýja fram velgengni EV9,“ sagði Sean Yoon, forseti og forstjóri Kia North America og Kia America.

Skoða Kia EV9