17. apríl 2024

Við verðum á Verk og vit

Sýningin Verk og vit verður haldin dagana 18. – 21. apríl í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Hlökkum til að sjá ykkur.

Vörulína atvinnubíla Mercedes-Benz býður upp á mikið úrval bíla sem henta fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins

Mercedes-Benz spilar stórt hlutverk í framboði á atvinnubílum, frá smáum Citan sendibílum til stærri Sprintera. Mercedes-Benz hefur verið leiðandi í rafbílavæðingu og er nú öll vörulínan fáanleg í rafmögnuðum útfærslum.

Sjá úrval atvinnubíla
Á haustdögum 2023 var eCitan kynntur hér á landi og fékk hann frábærar viðtökur, enda er hann á frábæru og samkeppnishæfu verði. eVito og eSprinter hafa þegar fest sér sess meðal ánægðra viðskiptavina.
Símon Orri Sævarsson, sölustjóri atvinnubíla Mercedes-Benz.

Hagkvæmni, góð þjónusta og gæði mikilvæg

Við hjá Öskju veitum fyrirtækjum heildstæða ráðgjöf í rafvæðingu bílaflota. Markmið okkar er að mæta ólíkum þörfum fyrirtækja og vinna söluráðgjafar okkar náið með viðskiptavinum til þess að mæta þörfum rekstursins á sem bestan máta.

Einnig bjóðum við upp á rekstar- og langtímaleigu í samstarfi við Hentar ehf. Rekstrarleiga getur verið mjög ákjósanlegur kostur sem veitir öryggi og fyrirsjáanleika í rekstri bílaflotans.

Sjá úrval bíla hjá Hentar