7. maí 2024

Heimsfrumsýning á Kia EV3

Fimmtudaginn 23. maí kl. 10:00

EV3-ad-aftan

Fleiri djörf skref til að flýta fyrir rafvæðingu heimsins.

Kia mun heimsfrumsýna Kia EV3 rafbílinn í beinni á YouTube rás Kia ‘KiaWorldwideOfficial.

Útsendingin hefst kl. 10 að staðartíma á Íslandi, fimmtudaginn 23. maí.

Smelltu hér til að fylgjast með í beinni.

Ekki missa af nýjustu fréttum af háþróuðum Kia EV3.

Skrá mig á áhugalista Kia EV3
EV3-a-hlid

EV3 hugmyndabíllinn var kynntur á rafbíladegi Kia í október 2023 og er bíllinn birtingarmynd framtíðarsýnar Kia fyrir fyrirferðarlitla CUV-bíla þar sem notagildi og einskær akstursánægja fara hönd í hönd.

Hann færir notendum tækni, notagildi og hönnun EV9, flaggskips Kia, í fyrirferðarminni og aðgengilegri bíl.

Við fyrstu sýn kynnu þessir eiginleikar að virðast einhverjum ósamrýmanlegir en hönnun nýstárlegra og skapandi hönnunarlausna með því að steypa saman ólíkum hráefnum er aftur á móti kjarninn í hönnunarstefnu Kia, „Opposites United“.

Nánar um EV3 hugmyndabílinn
EV3-a-hlid-og-aftan

Kia hefur einnig kynnt frekari upplýsingar um byltingarkennd og umhverfisvæn efni í EV3, sem og aðferðirnar sem notaðar eru til að búa þau til. Þetta mun gegna lykilhlutverki í þróun fyrirtækisins í átt að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði sjálfbærra samgöngulausna.

Nánar