Upplýsinga- og afþreyingarkerfi og tengimöguleikar
Rúmgott, bjart og vel loftræst farþegarými EV5 er búið nýjustu tækni fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi og tengigetu sem eykur skilvirkni og þægindi í akstri um leið og farþegar geta á öruggan hátt sinnt hugðarefnum sínum í hinum stafræna heimi.
Í innanrýminu er að finna ccNC-upplýsinga- og afþreyingarkerfið (connected car Navigation Cockpit), auk þess sem það styður þráðlausar uppfærslur. Það er búið víðskjá sem sameinar 12,3 tommu mælaskjá og 12,3 tommu upplýsinga- og afþreyingarkerfisskjá, auk 5 tommu skjás fyrir stjórnun miðstöðvarinnar. Þessi búnaður birtir ökumanninum ítarlegar upplýsingar og efni sem skilar sér í einfaldari og innihaldsríkari akstursupplifun.
Nýtt myndrænt notendaviðmótið flæðir á milli AVNT-skjáa fyrir hljóð og mynd, leiðsögn og fjarvirkni og stjórntölvan tryggir samfellu í birtingu upplýsinga. Einfaldar valmyndir tryggja þægilegri notkun rafbílaaðgerða og gera ökumanni kleift að vakta atriði á borð við drægni og hleðslu á fljótlegan máta. Hnökralaust flæði upplýsinga er bætt enn frekar með sjónlínuskjá, sem í boði er sem aukabúnaður.
Reynt var að hafa eins fáa hnappa í innanrýminu og hægt var. Undir AVNT-skjánum er að finna fjóra hnappa, gangsetningarhnapp, AVNT-hnapp og hita- og loftstýringu. Hér áður fyrr hefði þurft 17 hnappa samanlagt til að stjórna þessum kerfum.
Þriggja svæða hita- og loftstýring tryggir aðskildar stillingar fyrir ökumann, farþega í framsæti og farþega í aftursæti og eftirblástursbúnaður lágmarkar lykt frá loftkælingu til að tryggja þægilegt andrúmsloft fyrir öll þau sem í farþegarýminu sitja.
Viðskiptavinir geta haldið EV5 uppfærðum með uppfærslum á stafrænum eiginleikum og þjónustu bílsins, án þess að þurfa að fara með bílinn til söluaðila. Kia Connect Store býður upp á fjölbreytt úrval aukabúnaðar sem eykur afkastagetu bílsins og akstursánægju þeirra sem í honum sitja.
Öryggis- og þægindabúnaður
EV5 er búinn sjö loftpúðum. Öryggisbeltakerfi bílsins er fyrsta flokks, auk þess sem byggingarlag hans tryggir hámarksstyrk. Bíllinn er að sjálfsögðu með nýjustu útgáfu háþróaðra akstursaðstoðarkerfa Kia og fjölbreyttu úrvali akstursöryggisbúnaðar.
Bíllinn er með þjóðvegaakstursaðstoð 2, sem aðstoðar ökumenn við að halda viðeigandi fjarlægð frá öðrum ökutækjum, halda bílnum á miðri akrein, skipta um akrein og leiðrétta hliðlæga stöðu.
Með stafræna Kia 2 snjalllyklinum geta viðskiptavinir virkjað fjarstýrðu snjallbílastæðaaðstoðina. Þessi tækni gerir SUV-bílnum kleift að leggja sjálfkrafa án þess að ökumaðurinn komi þar nærri, sama hvort ökumaður er í bílnum eða utan hans. Snjallútakstur og fjarstýrður akstur áfram og aftur á bak létta einnig undir með ökumönnum þegar verið er að aka bílnum til í þröngum stæðum. Þessi búnaður býður upp á afslappaðri og ánægjulegri akstur og lagningu.
Fjarstýrða snjallbílastæðaaðstoðin notar úthljóðsnema til að greina hindranir og stýrir bílnum sjálfkrafa í bílastæðið með því að stjórna aflgjöfinni, hemlunum og gírkassanum. Kerfið hemlar einnig sjálfkrafa ef það greinir hlut sem fyrirstöðu á akstursleið bílsins. Bíllinn er einnig búinn árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan til að koma í veg fyrir árekstra þegar bakkað er.
Um þessar mundir er unnið að því að auka orkunýtingu EV5 með því að gera viðskiptavinum kleift að hlaða annan búnað með bílnum (V2L) eða flytja orku úr honum aftur inn á raforkukerfi (V2G). Í V2L er háspennurafhlaðan notuð til að hlaða ytri búnað. Kia mun leggja áherslu á að setja upp V2G-kerfi á svæðum þar sem viðeigandi innviðir eru til staðar þannig að hægt sé að veita rafmagni úr rafhlöðunni aftur inn á raforkukerfið.