22. maí 2023

Tíu skalanlegar sjálfbærnilausnir Kia í nýjum EV9

Kia stefnir að því að draga úr kolefnislosun og ná kolefnishlutleysi í allri starfsemi sinni fyrir árið 2045

Sjálfbærnilausnir Kia

Tíu sjálfbærnilausnir Kia í nýjum EV9 á að nota í öllum nýjum vörulínum Kia með það markmið að auka sjálfbærni í fjöldaframleiðslu

Lausnirnar eru hluti af sjálfbærniáætlun Kia, sem felur í sér skuldbindingar um að draga úr notkun leðurs og fjárfesta í þróun nýrra lífrænna efna.

Kia hefur löngum notað sjálfbær efni í vörurnar sínar og má þar fyrst nefna notkun á lífplasti og lífrænum trefjum úr sykurreyr í Soul EV-bílnum árið 2014. Með úrvali af íhlutum sem unnir eru úr plöntum, notkun á endurunnu PET-plasti og ónýtum fiskinetum við framleiðslu heldur Kia áfram að gera vörurnar sínar sjálfbærari.

Nú hefur Kia kynnt frekari upplýsingar um umfangsmikla sjálfbærniáætlun sína, en það er liður í því markmiði framleiðandans að ná kolefnishlutleysi í allri starfsemi sinni fyrir árið 2045. Framtakið miðar að því að auka sjálfbærni í fjöldaframleiðslu og nota bestu efni sem tök er á í allar nýjar vörulínur.

Fyrsta aðgerð Kia var að skuldbinda sig til að hætta alfarið notkun á leðri í öllum nýjum vörum. Í öðru lagi, eins og kemur fram hér að neðan, ætlar Kia að innleiða 10 nauðsynlegar sjálfbærnilausnir í nýjar vörulínur frá og með framleiðslu á EV9. Kia mun halda áfram á þessari braut með fjárfestingu í rannsóknar- og þróunarverkefnum til að auka vægi lífefnaframleiðslu. Þetta er til marks um það hversu einbeitt fyrirtækið er í að stuðla að þróun sjálfbærrar tækni.

1. Lífplast

Lífplast er ný tegund af plasti sem hægt er að framleiða með ýmsum endurnýjanlegum lífmassa, svo sem jurtaolíum, maísolíu, sagi og sykurreyr. Með notkun lífplasts má draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, auka fjölbreytni í efnisvali og minnka útsetningu fyrir óæskilegum efnum.

Lífplast er ekki eingöngu sjálfbært. Það er einnig fjölhæft og endingargott og má nota við gerð á ýmsum hlutum í innanrými bíla. Lífplast er notað víða í hönnun EV9, allt frá mælaborðinu og miðstokknum til stoða og skrautlista.

2. Endurunnið plast (PCM)

Endurunnið plast (PCM) er nákvæmlega eins og nafnið gefur til kynna: plast sem búið er til með því að endurvinna efni úr vörum sem eru þegar til í staðinn fyrir að vinna það frá grunni.

Þetta byltingarkennda ferli hefur nokkra kosti sem skila sér í allt framleiðsluferlið. Í fyrsta lagi dregur það verulega úr magni plastúrgangs sem endar á urðunarstöðum eða mengar umhverfið. Í öðru lagi er notkun á endurunnu plasti liður í því að vernda óendurnýjanlegar auðlindir, þar sem það dregur úr þörfinni að nota ný efni við framleiðslu.

Í nýjum Kia EV9 er endurunnið plast meðal annars notað í skrautlista á hurðum. Með notkun á endurunnu plasti í framleiðslu EV9 er Kia að grípa til virkra aðgerða til að draga bæði úr myndun úrgangs og urðun.

3. Lífrænt gervileður

Þar sem Kia ætlar að hætta notkun á leðri hefur lífrænt gervileður komið í stað þess. Þannig má ná fram sjálfbæru jafnvægi með því að draga úr heildarlosun kolefnis og nota íhluti sem unnir eru úr plöntum.

Sæti úr lífrænu gervileðri er ekki aðeins sjálfbær valkostur heldur einnig sérlega þægilegur. Sæti og klæðning í innanrými EV9 eru úr lífrænu gervileðri og eru hönnuð til að veita góðan stuðning, bólstrun og endingu, auk þess að vera mjúk viðkomu og anda vel.

Lífrænt gervileður Kia EV9
Sæti og klæðning í innanrými EV9 eru úr lífrænu gervileðri

4. Endurunnið PET-plast

Pólýetýlentereþalat (PET) er á meðal þeirra plastefna í heiminum sem auðveldast er að endurvinna. Það hentar því sérlega vel í sjálfbæra framleiðslu á öllu frá vatnsflöskum til fatnaðar.

Efnið þolir vel högg, raka og leysiefni og er því mjög hentugt til að klæða óvarða fleti í bílnum. Kia gengur enn lengra með því að nota endurunnin þráð í PET-áklæði, sem gerir innanrými EV9 bæði sjálfbært og endingargott.

Efnið er að finna á fjölmörgum svæðum í innanrými EV9, þar á meðal í sætum, loftklæðningu, sólskyggni, skrautlistum og höfuðpúðum. Rétt er að vekja athygli á því að a.m.k. 70 endurunnar flöskur eru notaðar við gerð hvers EV9-bíls og sýnir hann þannig í verki áherslur vörumerkisins á að draga úr úrgangi.

5. Mottur úr endurunnu PET-plasti

Auk notkunar í farþegarýminu eru hefðbundnar mottur í Kia-bílum alfarið gerðar úr endurunnu PET-plasti. Enn fremur er hægt að velja að hafa hluta af efninu úr endurunnum fiskinetum.

Þetta er ekki aðeins frumleg leið til að nýta úrgang, heldur tekur einnig á því alvarlega vandamáli sem felst í förguðum og týndum fiskinetum, sem valda miklum skaða á sjávarlífi um allan heim. Á hverju ári enda um 640.000 tonn af veiðarfærum í sjónum og valda dauða ótal sjávardýra, þar á meðal sjófugla, hvala og sela.

Með því að sækja og endurvinna glötuð net minnkar Kia líkurnar á því að plastagnir berist í vatnið þegar þau brotna niður, auk þess að takmarka heildaráhrifin á mikilvæg vistkerfi hafsins.

Gólf í farþegarými nýs Kia EV9 eru með mottum úr endurunnu PET-plasti og fiskinetum.

Endurunnið fiskinet í bifreiðum Kia
Endurunnið fiskinet í bifreiðum Kia

6. Lífrænn pólýúretansvampur

Pólýúretansvampur (PU) er fjölhæfur efniviður sem nota má í allt frá íþróttabúnaði til einangrunar í geimskipum. Hann er sérlega endingargóður og þjappast vel sem gerir hann að góðum valkosti fyrir bólstrun í ýmsum vörum, til dæmis húsgögnum, rúmum og skóm.

Lífræni pólýúretansvampurinn hjá Kia er búinn til með náttúrulegum olíum. Hann er sterkur og mjúkur eins og hefðbundið pólýúretan en er betri fyrir plánetuna.

Lífrænn pólýúretansvampur er notaður í höfuðpúða nýs Kia EV9.

7. Lífræn málning

Lífræn málning er sjálfbærari en önnur málning, sem unnin er úr hráolíu, og dregur úr efnaúrgangi sem myndi annars falla til í framleiðsluferlinu.

Lífræna málningin hjá Kia er unnin úr repjuolíu, jurtaolíu sem unnin er úr repjufræjum og er algeng í matvæla-, lífeldsneytis-, málningar-, snyrtivöru- og lyfjaiðnaði.

Lífræn málning er notuð á hurðarrofa Kia EV9 og lágmarkar þannig umhverfisáhrif án þess að skerða gæði.

8. Málning án BTX

Kia hefur gripið til aðgerða vegna skaðlegra umhverfisáhrifa sem tengjast notkun á samsetningu bensens, tólúens og xýlens (BTX) með því að taka upp sjálfbæra lausn: málning án BTX.

Með því að nota málningu sem inniheldur ekki BTX í vörum sínum getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum sömu gæði og áferð með minni notkun mengandi efna.

Í samræmi við sjálfbærnistefnu Kia er málning án BTX notuð í nánast allt innanrými nýs Kia EV9, að undanskildum hurðar- og gluggarofunum, sem eru málaðir með lífrænni málningu.

9. Endurunninn PET-þráður

Fjölhæfni efnisins pólýetýlentereþalat (PET) skilar sér enn á ný í þræðinum sem er notaður í tiltekna þætti Kia-bíla og er búinn til úr endurunnum plastflöskum.

Meira en 70 endurunnar plastflöskur eru notaðar í ýmsa hluti úr endurunnu PET-plasti sem finna má í nýjum Kia EV9.

Þar á meðal er endurunninn PET-þráður sem notaður er í sætissauma, enn eitt sjálfbæra smáatriðið í hönnun innanrýmis EV9.

10. Endurunnið PET-filtefni

Filtefni úr endurunnum plastflöskum er bæði mjúkt og endingargott, en það er lykilatriði þegar það er notað í rými sem flytur allt frá farangri til gæludýra.

Að auki er PET-plast hljóðdempandi og dregur úr hljóði sem berst frá afturhluta bílsins til farþegarýmisins sem stuðlar að ánægjulegri akstursupplifun.

Endurunnið PET-filtefni er notað í hlíf yfir farangursrými Kia EV9.

Nánar um Kia EV9