Askja með lengri opnunartíma á fimmtudögum

Askja með lengri opnunartíma á fimmtudögum

Bílaumboðið Askja býður upp á lengri opnunartíma á fimmtudögum. Söludeildir fólksbíla hjá Öskju að Krókhálsi 11 verða opnar til kl. 21 á fimmtudögum.

,,Við ætlum við að prófa að vera með lengri opnun á fimmtudögum. Þetta er gert til að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar sem margir vinna langan vinnudag og hafa nóg að gera seinnipartinn í að sinna fjölskyldu og heimili. Fólki gefst þá betra tækifæri til að kíkja á bíla í góðu næði í Öskju á fimmtudagskvöldum. Sölumenn okkar munu taka vel á móti viðskiptavinum sem endranær og það verður heitt á könnunni. Við erum líka spennt að sjá hvernig til tekst og við vonumst að sjálfsögðu til að þetta falli í góðan jarðveg hjá viðskiptavinum," segir Freyja Leópoldsdóttir, markaðsstjóri Öskju.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.