Forhitaðu þinn Mercedes-Benz

Njóttu þess að stíga inn í hlýjan bíl í allan vetur.

Forhitaðu þinn Mercedes-Benz

Allir rafmagns- og tengiltvinnbílar (e. Plug-in Hybrid) frá Mercedes-Benz bjóða upp á þann frábæra eiginleika að tímastilla forhitun bílsins.

Þú getur valið hvort þú viljir forhita bílinn í stakt skipti eða útbúið vikuáætlun út frá þínum daglegu venjum. Þannig getur þú valið hvenær upphitun hefst, hvenær hún endar og á hvaða dögum vikunnar.

Fylgdu þessum skrefum til að tímastilla forhitun*:

  • Veldu “EQ” hnappinn á miðjuskjánum
  • Veldu “Departure time”
  • Veldu hvort þú viljir staka forhitun með því að smella á “Once” eða “Week Profile” til að útbúa vikuáætlun
  • Stilltu brottfaratíma miðað við hvenær þú leggur af stað

Miðstöðin fer svo sjálfkrafa af stað eftir hitastigi úti og verður því kjörhitastig í bílnum á þeim tíma sem þú stígur inn í bílinn.

Einnig er hægt að virkja forhitun þegar hentar með bíllykli.

  • Smellt er á valmynd (Menu) eða Climate control - fer eftir gerð bíls
  • Smellt er á "Pre entry climate control"
  • Því næst er smellt á tannhjólið
  • Hakað er við "Pre entry climate control via key"

Eftir þessa aðgerð er hægt að virkja forhitun þegar bílnum er aflæst með lykli. Bíllinn læsist sjálfkrafa eftir nokkrar sekúndur og miðstöð fer af stað.

Verið velkomin í glæsilegt húsnæði Mercedes-Benz og leyfðu okkur að hjálpa þér með uppstillingu á forhitun.

*Stillingar geta verið mismunandi eftir gerð ökutækis. Annar möguleiki er að smella á valmynd (Menu) hjá miðstöðinni og velja þá  “Pre-entry Climate Control” efst á skjánum. Í kjölfarið getur þú fylgt skrefum 2-4 hér að ofan.

Ertu með spurningu? Sendu okkur fyrirspurn.

Hafa samband