Forhitaðu þinn Mercedes-Benz

Njóttu þess að stíga inn í hlýjan bíl í allan vetur.

Forhitaðu þinn Mercedes-Benz

Allir rafmagns- og tengiltvinnbílar (e. Plug-in Hybrid) frá Mercedes-Benz bjóða upp á þann frábæra eiginleika að tímastilla forhitun bílsins.

Þú getur valið hvort þú viljir forhita bílinn í stakt skipti eða útbúið vikuáætlun út frá þínum daglegu venjum. Þannig getur þú valið hvenær upphitun hefst, hvenær hún endar og á hvaða dögum vikunnar.

Fylgdu þessum skrefum til að tímastilla forhitun*:

  • Veldu “EQ” hnappinn á miðjuskjánum
  • Veldu “Departure time”
  • Veldu hvort þú viljir staka forhitun með því að smella á “Once” eða “Week Profile” til að útbúa vikuáætlun
  • Stilltu brottfaratíma miðað við hvenær þú leggur af stað

Miðstöðin fer svo sjálfkrafa af stað eftir hitastigi úti og verður því kjörhitastig í bílnum á þeim tíma sem þú stígur inn í bílinn.

Verið velkomin í nýtt og glæsilegt húsnæði Mercedes-Benz og leyfðu okkur að hjálpa þér með uppstillingu á forhitun.

*Stillingar geta verið mismunandi eftir gerð ökutækis. Annar möguleiki er að smella á valmynd (Menu) hjá miðstöðinni og velja þá  “Pre-entry Climate Control” efst á skjánum. Í kjölfarið getur þú fylgt skrefum 2-4 hér að ofan.

Ertu með spurningu? Sendu okkur fyrirspurn.

Hafa samband