20. okt. 2022

EQE SUV - Rafmagnaður lúxus

Forsala á nýjum EQE SUV mun hefjast snemma á nýju ári og er áætlaður til landsins um mitt ár 2023.

EQE SUV - norðurljós

EQE SUV er 100% rafmagnaður lúxusjeppinn frá Mercedes-EQ og Mercedes-AMG.

Fjölhæfur lúxusjeppi með afkastagetu í genunum.

  • Allt að 590 kílómetra drægi
  • Allt að 687 hestöfl
  • Allt að 1.686 lítra farangursrými
  • Öflugt fjórhjóladrif og ríkulegur staðalbúnaður
  • MBUX hágæða margmiðlunarkerfi
  • Fyrsta flokks hljómgæði með Burmester 3D hljóðkerfi

Nýr EQE SUV er enn einn áfangi Mercedes-Benz í rafbílavæðingu framleiðandans, en Mercedes-Benz hefur gefið út að árið 2030 muni allur bílafloti vörumerkisins vera framleiddur kolefnishlutlaus. EQE SUV er í senn bæði sportlegur og fágaður og er fjölhæfasti rafmagnsbíllinn í vöruframboði Mercedes-EQ.

EQE SUV er byggður á sameiginlegum EVA 2.0 undirvagni sem einnig má finna í EQS og EQE fólksbílunum og er innanrými EQE SUV eitt það besta sem finnst í bíl í þessum stærðarflokki. Hann inniheldur nýstárlegan þægindabúnað sem gerir akstursupplifunina einstaka.

EQE SUV mun einnig koma í AMG útgáfu. Tveir öflugir rafmótorar og fjölhæft fjórhjóladrif er grundvöllur einstakrar akstursupplifunar bílsins sem fylgir jafnan AMG útgáfu.

Skráðu þig á áhugalista til að fá allar nýjustu fréttir varðandi forsölu og komu hans til landsins

Skrá mig
EQE SUV

Nánar um nýjan EQE SUV

EQE SUV