Askja leggur sitt af mörkum með að því að taka nemendur í vinnustaðanám og hefur staðfest sáttmála um eflingu vinnustaðanáms.
Í því felst að bjóða nemum samning um vinnustaðanám og auglýsa lausar stöður. Við leggjum mikinn metnað í að veita nemum góðan stuðning, taka á móti þeim með skipulögðum og ábyrgum hætti og skapa umhverfi sem gerir þeim kleift að vera vel undirbúin fyrir sveinspróf í bifvélavirkjun.
Að loknu vinnustaðanámi hjá Öskju á nemi að hafa öðlast þá færni sem þarf til að standast sveinspróf. Á hverju ári eru að meðaltali um 6-8 nemar á samning hjá okkur.