Vinnustaðanám

Aðkoma metnaðarfullra fyrirtækja að iðn-, verk- og tækninámi er mjög mikilvæg, ekki síst þegar kemur að því að taka nemendur í vinnustaðanám.

Askja leggur sitt af mörkum með að því að taka nemendur í vinnustaðanám og hefur staðfest sáttmála um eflingu vinnustaðanáms.

Í því felst að bjóða nemum samning um vinnustaðanám og auglýsa lausar stöður. Við leggjum  mikinn metnað í að veita nemum góðan stuðning, taka á móti þeim með skipulögðum og ábyrgum hætti og skapa umhverfi sem gerir þeim kleift að vera vel undirbúin fyrir sveinspróf í bifvélavirkjun.

Að loknu vinnustaðanámi hjá Öskju á nemi að hafa öðlast þá færni sem þarf til að standast sveinspróf. Á hverju ári eru að meðaltali um 6-8 nemar á samning hjá okkur.

Verkstæði Öskju eru fjögur, öll mjög vel útbúin nýjasta tæknibúnaði. Á Krókhálsi 13 er nýtt og glæsilegt verkstæði Kia fólksbíla og á Krókhálsi 11 eru til húsa fólksbílaverkstæði Mercedes-Benz, vörubifreiðaverkstæði og nýtt sendibílaverkstæði. Nemar fá tækifæri til að kynnast öllum verkstæðum fyrirtækisins og öðlast með því víðtæka reynslu.

Askja vill hafa innan sinna raða heiðarlegt, metnaðarfullt og þjónustulipurt starfsfólk sem ávallt gerir sitt besta.

Gildi Öskju eru metnaður, fagmennska, heiðarleiki og gleði.

Vinnustaðurinn Askja

Sækja um vinnustaðanám