Verkstæði vöru- og hópferðabíla

Þjónusta vöru- og hópferðabíla Mercedes-Benz flyst til Sleggjunnar.

Verkstæði vöru- og hópferðabíla
Frá og með 1. maí 2021 flyst þjónustan alfarið frá Öskju til Sleggjunnar með öllum tækjabúnaði og sérþjálfuðu starfsfólki Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla.
Sleggjan þjónustuverkstæði atvinutækja

Bílaumboðið Askja og Sleggjan hafa gengið til samstarfs um þjónustu við vöru- og hópferðabíla frá Mercedes-Benz, Setra, og Unimog, ásamt búnaði frá Meiller.

Askja mun áfram sinna þjónustu fyrir sendibíla og minni hópferðabíla (Sprinter, Vito, Citan og V-Class) á sendibílaverkstæði Öskju á Krókhálsi 11.

Sleggjan mun því framkvæma allt þjónustuviðhald, viðgerðir, innkallanir, ábyrgðarviðgerðir og fleira sem áður var framkvæmt hjá Öskju. Sleggjan hefur verið í rekstri frá árinu 1990 og þekkir vel til viðgerða á bifreiðum frá Mercedes-Benz.

Með samstarfinu eflum við þjónustuna enn frekar með meiri sveigjanleika og hraða en Sleggjan er með ein best búnu verkstæði landsins sem staðsett eru á tveimur stöðum:

  • Desjamýri 10, 270 Mosfellsbæ
  • Klettagörðum 4, 104 Reykjavík

Sími: 588 4970
Tölvupóstur

Bókaðu tíma á verkstæði

Á vef Sleggjunnar
Bóka tíma á verkstæði
Mercedes-Benz Actros við höfnina

Sleggjan hefur verið í rekstri frá árinu 1990 og þekkir vel til viðgerða á bifreiðum frá Mercedes-Benz. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur og öflugur hópur starfsmanna sem nú verða yfir 30 talsins.

Sala varahluta

Sala varahluta verður áfram í varahlutaverslun Öskju á Krókhálsi 11. Í öflugu samstarfi við Mercedes-Benz tryggjum við að helstu varahlutir séu ávallt til á lager en sérpöntun varahluta fer fram daglega.

Þjónustusamningar

Þeir þjónustusamningar sem eru í gildi við Öskju halda áfram með þeim hætti sem þjónustusamningurinn segir til um og standa óbreyttir að öðru leyti en því að þjónusta fer nú fram á þjónustuverkstæði Sleggjunnar.

Þjónusta fyrir þig.

Undanfarin ár hefur Mercedes-Benz verið annar mest seldi vörubíllinn á Íslandi og í gegnum tíðina hafa Mercedes-Benz og Setra hópferðabílar verið langvinsælustu gerðirnar í hópferðaakstri með ferðamenn og innlenda hópa um landið. Það er því gríðarlega mikilvægt að til staðar sé gott þjónustukerfi sem sinnir þessum kröfuharða hópi atvinnumanna og það mun Sleggjan nú gera.

Við tökum vel á móti þér

Askja er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz bifreiðar á Íslandi. Sleggjan mun í umboði Öskju verða viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla en sala nýrra vöru- og hópferðabíla er sem fyrr í Öskju.

Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi nýtt fyrirkomulag í þjónustu við Mercedes-Benz bifreiðina þína.