9. jan. 2024

smart er nýliði ársins

Flestir seldir bílar af nýrri tegund á Íslandi 2023

Árangur smart á Íslandi framar vonum.

Af þeim þremur merkjum sem kynntu bíla sína á Íslandi árið 2023 var smart með flesta selda bíla, sem gerir smart að óformlegum nýliða ársins.

Merkin BYD og ORA kynntu einnig sína bíla hér á landi.

smart er 25 ára gamalt vörumerki sem hefur fengið endurnýjun lífdaga síðustu ár þar sem Mercedes-Benz og Geely tóku við eignarhaldi og sjá því um hönnun og framleiðslu á öllum smart bílum. smart bílarnir eru einnig fáanlegir í BRABUS ofurútfærslu.

Askja tók við umboði smart fyrr á árinu og eru fleiri nýjar tegundir frá framleiðandanum væntanlegar á næstu árum, þar á meðal #3 árið 2024.

Það fylgja því miklar áskoranir en einnig mikil skemmtun að kynna nýtt vörumerki á markað. Það sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra er að í raun er smart gamalt merki sem kemur nú í gjörbreyttri mynd. smart bílarnir hafa verið til í 25 ár og þetta er algjör endurmörkun á vörumerkinu undir handleiðslu Mercedes-Benz og Geely," sagði Símon Orri Sævarsson, sölustjóri smart fyrr á árinu í viðtali við Viðskiptablaðið.

Sópað til sín verðlaunum.

Dagana 15.-16. júní stóðu yfir sérstakir frumsýningardagar smart á Íslandi þar sem einn heppinn aðili vann afnot af rafmögnuðum smart #1 yfir sumarið.

Frá því að smart #1 var kynntur á Íslandi og í Evrópu hefur hann sópað að sér verðlaunum, en bíllinn hlaut m.a. Red Dot hönnunarverðlaun og iF-Design verðlaun fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Gullna stýrið fyrir besta bílinn á undir 50.000 evrur og var valinn besti bíllinn á rafbílaverðlaunum What Car? Þar að auki dúxaði #1 allar öryggisprófanir sem gerðar voru á bílnum.

Á árinu kynnti smart einnig Hello smart appið, sem er einstaklega notendavænt snjallsíma-forrit þar sem hægt er að fylgjast með ítarlegum rauntímaupplýsingum á borð við drægni, hleðslustöðu, staðsetningu og þrýsting í hjólbörðum ásamt alls konar virkni sem þörf er á - hvar og hvenær sem er.

Yfir 80 smart bílar komnir á göturnar.

,,Viðtökur á markaðinum hafa verið frábærar og í raun vonum framar. 70 bílar eru nú þegar komnir á götuna og kaupendur hafa allir verið mjög spenntir fyrir bílnum. Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu hjá þeim sem eru að skoða og kaupa smart bílana og afar skemmtilegt að finna svo fyrir því að bílarnir standi undir öllum þeim væntingum sem gerðar hafa verið til hans. Það er gaman að segja frá því að hinn nýi smart #1 var valinn besti borgarjepplingurinn á rafbílaverðlaununum What Car? Dómararnir voru hrifnir af rúmgóðu innanrými, framúrskarandi smíði, mýkt í akstri og hraðri hleðslu bílsins. Umfram alla þá eiginleika sem taldir voru þar upp, er smart einnig í boði fjórhjóladrifinn með mikla veghæð og 1.600 kg dráttargetu sem er virkilega ásættanlegt miðað við rafbíla á Íslandi í dag. Þar með uppfyllir smart flest allar þarfir hins týpíska íslenska bifreiðaeiganda." bætti Símon við í viðtalinu við Viðskiptablaðið.

Síðan viðtalið var tekið hefur fjöldi bíla á götunum aukist og eru þeir nú yfir 80.