5. des. 2023

Myndband: Forstjóri Mercedes-Benz prófar alrafmagnaðan G-Class

Alrafmagnaður G er væntanlegur til landsins sumarið 2024

Alrafmagnaður G-Class

336 ferðir á Shcöckl fjallið til að standast prófanir.

Nú á dögunum birti Mercedes-Benz myndband af reynsluakstri Ola Källenius, forstjóra fyrirtækisins, á Schöckl fjallinu sem er í nágrenni bílaverksmiðjunnar í Graz í Austurríki.

Graz er fæðingarstaður G-Class og eru allir G-Class bílar framleiddir þar, ásamt því að þurfa að standast þungar prófanir á fjallinu. Í prófunum þurfa allir bílar að geta klárað 336 ferðir upp og niður Schöckl fjallið, annars eru þeir ekki "Schöckl proved" eins og Fabian Schossau, yfirverkfræðingur rafmagnaða G, útskýrir í myndbandinu.

Einnig sýnir Ola nýjan eiginleika G-Class, "G-Turn", þar sem bíllinn snýst í 360° á punktinum.

Eins og Askja hefur greint frá áður þá er alrafmagnaður G-Class væntanlegur til landsins næsta sumar en bíllinn var sýndur útvöldum á bílasýningunni í München í byrjun september.

Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan eða á youtube rás Mercedes-Benz með því að smella hér.