25. sept. 2023

Kia skorar á tölvuleikjaspilara

Fjórir atvinnu streymarar reyna að halda andliti í Kia EV6 GT

Kia tilt proof challenge

Að vera "tilt-proof" í tölvuleik þýðir í stuttu máli að halda ró sinni þegar illa gengur eða leikmaður er undir pressu.

Í myndbandinu hér að neðan eru League of Legends streymararnir @Werlyb, @Carmensandwich, @Broeki og @Romainjacques kynntir til leiks þar sem þeir reyna að halda sér "tilt-proof" í frammistöðubíl ársins, Kia EV6 GT (2023 Performance car of the year). Bílnum var ekið á kappakstursbraut á ógnarhraða undir stjórn atvinnuökuþórs á meðan streymararnir reyndu að halda andliti.

Kia hefur lengi verið aðal samstarfsaðili League of Legends EMEA (LEC) og er þetta því einstaklega skemmtileg áskorun sem sameinar tölvuleikjamenningu við Kia EV6 GT. Það að geta haldist "tilt-proof" er stór partur af því að geta spilað við góðan orðstír og undirstrikar íþróttamanslega hegðun leikmanna. Samspilarar í League of Legends geta veitt liðsfélögum sínum viðurkenningu fyrir að haldast "tilt-proof" og er sérstök umbun í leiknum veitt fyrir að hljóta slíka viðurkenningu. Það er því bæði til mikils að vinna í leiknum ásamt því að eiga gott orðspor fyrir íþróttamanslega hegðun.

Sjón er sögu ríkari. Sjáðu myndbandið hér að neðan þar sem streymarar reyna að haldast "tilt-proof".