5. apríl 2023

Kia EV6 GT er frammistöðubíll ársins 2023

Kia EV6 GT státar af tilkomumikilli hröðun í bland við góða drægni og rúmgóða innréttingu, sem allt er undirstrikað með fágaðri hönnun.

Kia-EV6-GT-frammistöðubíll-ársins-2023

Sigurvegarinn var tilkynntur á Alþjóðlegu bifreiðasýningunni (World Car Awards) í New York eftir endurgjöf og úrskurð 100 dómara frá 32 löndum. Allir dómarar eru viðurkenndir blaðamenn sem sérhæfa sig í bílaiðnaðinum.

Kia EV6 GT er er með skráð 585 hestöfl og tekur einungis 3,5 sekúndur að fara úr 0-100 km/h. Drægni bílsins er allt að 528 km á einni hleðslu.
Kia EV6, sem EV6 GT byggir á, hefur nú þegar sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum, eins og t.d. bíll ársins á Íslandi 2022, bíll ársins í Evrópu 2022 (e. 2022 European car of the year) og Norður-Amerísku bílaverðlaun ársins 2023 (e. North American Utility Vehicle of the Year) svo eitthvað sé nefnt.

Hönnun bílsins er í takt við nýja stefnu Kia sem leggur áherslu á að hreyfing er undirstaða þróun mannsins. Hreyfing gerir fólki kleift að skoða nýja staði, styrkja sambönd og upplifa nýja hluti. Markmið Kia er því að þróa og bjóða upp á spennandi vörur með nýstárlegum innanrýmum og handhægri þjónustu sem allt stuðlar að auknum tíma til að gera það sem viðskiptavinir Kia elska.

Nánar um Kia EV6 hér