8. jan. 2024

Kia kynnir fyrstu rafknúnu sendibílana og nýja hugmyndabíla

Háþróaðar hugbúnaðarlausnir sem opna dyrnar fyrir nýjum rekstri og lífsstíl

Atvinnubíllinn endurskilgreindur - Kia kynnir PBV (rafknúna sendibíla) hugmyndabíla sína og viðskiptasýn.

Kia hefur tilkynnt að fyrirtækið muni endurskilgreina hugtakið PBV sem „Platform Beyond Vehicle“ eða "Atvinnubíllinn endurskilgreindur" og formlega hefja alþjóðlegan PBV rekstur sinn. Þetta munu þeir kynna nánar á CES 2024 í Las Vegas, Bandaríkjunum.

Kia PBV er heildræn samgöngulausn (e. Total Mobility Solution) sem sameinar sérhannaða rafbíla og háþróaðar hugbúnaðarlausnir sem opna dyrnar fyrir nýjum rekstri og lífsstíl.

Í tilefni af endurkomu sinni á CES í fyrsta sinn í fimm ár mun röð aðalfyrirlesara fara yfir viðskipta- og framtíðarsýn PBV, þar á meðal sérstakan vélbúnað eins og Easy Swap og Dynamic Hybrid mátunartækni, stafrænar lausnir þróaðar með Hyundai Motor Group og áætlanir um alþjóðlegt samstarf og samþættingu. Kia mun einnig vera með PBV innanhússsýningu í vestursal LVCC og rafbílasýningu utandyra í LVCC Central Plaza dagana 9. - 12. janúar.

PBV sýning Kia mun sýna fimm hugmyndabíla, þar á meðal fyrsta PBV (rafknúna sendibílinn) sem áætlað er að fari í fjöldaframleiðslu árið 2025, nýja og einkarétta PBV-tækni Kia, ásamt sérstakri PBV sýnikennslu sem undirstrikar áherslur Kia á hugbúnaði og áætlanir um samstarf og samþættingu.

PBV kynningin verður kl. 23 að staðartíma á Íslandi, mánudaginn 8. janúar

Rafbílar fyrir alla.

Á rafbílasýningu Kia verður sýn Kia um „EVs for All“ kynnt með því að sýna EV3 og EV4 hugmyndabílana samhliða EV9 og EV6 GT, ásamt þeim fjölmörgu þægindum sem viðskiptavinir geta notið af ört stækkandi rafbílalínu Kia.

CES 2024 blaðamannafundur Kia verður haldinn í Mandalay Bay, mánudaginn 8. janúar og verður í beinni útsendingu á worldwide.kia.com. Streymið hefst kl 23:00 að staðartíma á Íslandi.

Smelltu hér til að horfa