Atvinnubílasýning IAA er haldin í Hannover, dagana 16.-22. september 2024.
Kia staðfesti á dögunum þátttöku sína, í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins, á IAA atvinnubílasýningunni sem haldin er í Hannover.
PV5 og PV7 hugmyndabílar Kia (e. concept vehicles) verða til sýnis á sýningarsvæði Kia.
PBV stendur fyrir "Platform-Beyond-Vehicle" og vísar þar í nýstárlega lausn Kia, sem getur aðlagað bílana eftir mismunandi þörfum og verkefnum. Allt á sama undirvagninum.
Mánudaginn 16. september mun Kia halda kynningu og blaðamannafund í framhaldi klukkan 10:00 fyrir hádegi. Kynningin fer fram á sýningarsvæði Kia, í höll 13, staðsetning C71.
PBV atvinnubílarnir munu gjörbreyta bæði vöru- og fólksflutningum. Bílarnir eru fjölhæfir og aðlaganlegir og byggja á endurgjöf og þörfum viðskiptavina okkar. Þeir eru þar að auki á undirvagni sem hægt er að laga að margvíslegum þörfum, sagði Marc Heidrich, Forseti Kia í Evrópu.