Sigurvegarinn verður tilkynntur þann 26. febrúar næstkomandi á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf.
Kia EV9 er kominn áfram í forvali fyrir bíl ársins í Evrópu (e. Car of the year). Þetta er þriðja árið í röð sem Kia kemst áfram í forvali fyrir þessu virtu verðlaun en Kia Niro komst í lokaúrtak i fyrra og EV6 árið þar á undan og var vitaskuld valinn bíll ársins árið 2022. Upphaflega voru 28 bílategundir á lista fyrir bíl ársins hjá Car Of The Year en 59 manna dómnefnd frá 22 löndum valdi sjö bíla sem þeir töldu eiga erindi í verðlaunin.
Kia EV9 er byggður á E-GMP undirvagninum líkt og EV6 og er hann einn af fyrstu 7 sæta rafbílunum á markaðnum í dag. Kia EV9 er með allt að 522 km drægni, öfluga 99.8 kWh rafhlöðu og býður upp á hraðhleðslu sem nær allt að 249 km drægni á aðeins 15 mínútum. Hann er einnig með allt að 2.500 kg dráttargetu.
Ætla sér að verða leiðandi á rafbílamarkaðnum.
Jason jeong, forstjóri Kia í Evrópu, sagði að það væri mikill heiður að komast áfram í forvalinu þriðja árið í röð og undirstrikar áform Kia um að verða leiðandi í framleiðslu rafbíla á Evrópumarkaði.