1. mars 2022

Kia EV6 Bíll ársins 2022 í Evrópu

Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022.

Kia EV6 sigurvegari COTY

Þetta er ein mesta viðurkenning sem bíll getur hlotið. Kia EV6 hefur fengið frábærar viðtökur síðan hann var frumsýndur á síðasta ári.

Dómnefnd sem samanstóð af 59 bílablaðamönnum frá 22 Evrópulöndum valdi Kia EV6 Bíl ársins en hann hafði betur og hampaði titlinum í hörkubaráttu við Renault Megane E-Tech, Hyundai IONIQ 5, Peugeot 308, Škoda Enyaq iV, Ford Mustang Mach-E og Cupra Born. Valið um bíl ársins hefur verið haldið allar götur síðan 1965.

Kia EV6 hefur allt 528 km drægi á rafhlöðunni og getur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mínútum. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum.

Nánar um Kia EV6
,,Það er óvæntur en mikill heiður að Kia EV6 hljóti þennan stóra titil. Kia á það sannarlega skilið því það hefur verið unnið ötullega að því að gera Kia EV6 að því sem hann er. Framfarir Kia eru miklar og það skilar sér í þessum sigri".
Frank Janssen, forseti Car of the Year verðlaunanna
Kia EV6
,,Það er gríðarlega mikill heiður að vinna Bíl ársins 2022. Þetta er í fyrsta skipti sem bíll frá Kia vinnur til þessara virtu verðlauna. Kia EV6 er tímamótabíll og bíður upp á allt það besta sem rafbíll".
Jason Jeong, forstjóri hjá Kia Europe