27. okt. 2023

Kia EV6 GT á meðal bestu uppfinninga ársins 2023 samkvæmt TIME

576 hö. og hröðun úr 0-100 á einungis 3,4 sekúndum auk þess að sameina mikla drægni, rúmgott innanrými og fágaða hönnun.

Kia EV6 GT

Þessi árlegi listi, sem hefur verið tekinn saman í meira en tvo áratugi, tilgreinir 200 einstakar nýjungar, þar á meðal nýjar vörur og hugmyndir, sem ritstjórar TIME hafa bent á að „breyti lífi okkar“.

Kia EV6 GT hlaut viðurkenningu frá TIME sem ein af bestu uppfinningum 2023 í samgönguflokki.

„EV6 GT fór fram úr væntingum með því að sameina hönnunarstefnu Kia „Opposites United“ og áherslu á sjálfbærar samgöngur í einstaklega kraftmiklum bíl,” sagði Steven Center, rekstrarstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Kia America. „Það er okkur mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu fyrir öflugasta bíl sem Kia hefur sett á markað, sem kemur í kjölfar þess að Kia America var eini bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum sem komst á TIME100-listann yfir áhrifamestu fyrirtækin.“

Við gerð listans senda ritstjórar og blaðafólk TIME um allan heim inn tilnefningar á netinu og í ferlinu er sérstök áhersla á atriði sem eru í auknum vexti eins og gervigreind, græn orka og sjálfbærni. Ritstjórar meta svo hverja tilnefningu út frá nokkrum lykilþáttum, þar á meðal nýsköpun, virkni, metnaði og áhrifum.

„Útkoman er listi yfir 200 byltingarkenndar uppfinningar (og 50 uppfinningar sem hljóta aukaviðurkenningu), þar á meðal öflugasta ofurtölva heims, tónleikahöll sem er ólík öllu sem áður hefur sést og nýtt form. Saman breytir þetta því hvernig við lifum, störfum, leikum okkur og hugsum um það sem er mögulegt"
Ritstjórar TIME

Fyrr á þessu ári hlaut KIA EV6 GT hin eftirsóttu verðlaun „2023 World Performance Car“ á World Car Awards. Þessi magnaði rafbíll EV6 GT keppti þar við öfluga samkeppnisaðila sem tilheyra flokki hefðbundinna bensínknúinna sportbíla, en bar sigur úr býtum með mikilli drægni, rúmgóðu innanrými og fágaðri hönnun, auk þess sem hann skilar 576 hö., hröðun úr 0 upp í 100 km/klst. á 3,4 sekúndum og 260 km/klst. hámarkshraða.

Heildarlista yfir bestu uppfinningar ársins 2023 samkvæmt TIME má skoða á time.com

Skoða EV6 GT í vefsýningarsal Öskju