23. júní 2023

Kia eini bílaframleiðandinn á lista TIME yfir 100 áhrifamestu fyrirtækin í Bandaríkjunum 2023

Framleiðandanum hefur tekist að endurmarka sig sem táknmynd nýsköpunar, ögrunar og sjálfbærni.

Kia EV9

Kia er ört vaxandi og hefur veitt mikinn innblástur á heimsvísu með nýsköpun og þróun á rafbílaflota sínum. Til marks um það jók Kia sölu sína til muna og vann til fjölda verðlauna í flokkum hönnunar og nýsköpunar á síðustu árum.

Kia komst á dögunum á TIME100 listann yfir áhrifamestu fyrirtækin í Bandaríkjunum 2023. Framleiðandinn hefur sett áherslu á að vera leiðandi í rafbílavæðingu með því að bjóða upp á sjálfbærar lausnir þegar kemur að bæði ferðum og framleiðslu. Kia hefur því verið áberandi þegar kemur að nýsköpun og notkun á sjálfbærum efnum í framleiðslu á bílum og lífstílsvörum.

Kia hefur statt og stöðugt sagst trúa því að hreyfing kveiki hugmyndir og að sumar hugmyndir geti orðið kveikjan að hreyfingu. Það er það sem hugmyndafræði Kia snýst um.

"Tilgangur okkar er að bjóða upp á nýstárlegar vörur og þýðingarmikla þjónustu sem veitir viðskiptavinum okkar innblástur til að nota tíma sinn í athafnir sem þau njóta mest. Við munum halda áfram að leggja áherslu á nýsköpun og að viðskiptamódel okkar snúist fyrst og fremst um viðskiptavininn." Sagði SeungKyu (Sean) Yoon, forseti & framkvæmdastjóri, Kia North America og Kia America þegar listinn var tilkynntur.

SeungKyu (Sean) Yoon, president & CEO, Kia North America and Kia America
SeungKyu (Sean) Yoon, president & CEO, Kia North America and Kia America

Traust til vörumerkisins heldur áfram að styrkjast og byggir ofan á margverðlaunuðum bílum eins og EV6 (og EV6 GT), sem vann frammistöðubíll ársins 2023 (e. 2023 World Performance Car), bíll ársins á Íslandi 2022, bíll ársins í Evrópu 2022 (e. 2022 European car of the year) og Norður-Amerísku bílaverðlaun ársins 2023 (e. North American Utility Vehicle of the Year).

Nýtt flaggskip Kia, EV9, er svo væntanlegur á árinu, ásamt því að árið 2025 kemur fyrsti rafknúni atvinnubíllinn (PBV - Purpose Built Vehicle) frá framleiðandanum.

Við vinnslu á TIME100 listanum voru nefndir þvert á atvinnugeira skipaðar, alþjóðlegt tengslanet ráðgjafa notað, ásamt því að utanaðkomandi sérfræðiálita var leitað. Ritstjórar TIME settu sérstakt mat á hvern lykilþátt í greiningum. Þessir þættir voru: áhrif, nýsköpun, metnaður og árangur.
Niðurstaðan var fjölbreyttur listi yfir 100 áhrifamestu fyrirtækin sem öll eiga það sameiginlegt að ryðja brautina til framtíðar.

Komst Kia þar á lista með framúrskarandi fyrirtækjum í ofangreindum flokkum á borð við: Patagonia, OpenAI, Formula 1, TikTok, Apple og Stripe, svo einhver séu nefnd.

Sjá öll fyrirtækin á TIME100 listanum