13. maí 2024

EV6 í Smáralind í tilefni Nýsköpunarviku

Dagana 13.-17. maí

EV6-Alrafmagnaður og margverðlaunaður

Nýsköpunarvikan er hafin!

Kia er stoltur samstarfsaðili Nýsköpunarvikunnar sem haldin er hátíðleg hér á landi dagana 14.-16. maí.

Í tilefni Nýsköpunarvikunnar höfum við til sýnis nýjan og glæsilegan Kia EV6 í Smáralind dagana 13.-17. maí.

Þeir sem eiga leið í Smáralind geta sest í bílinn og spjallað við söluráðgjafa Kia um fjölbreytt úrval Kia á Íslandi.

Nánar um Nýsköpunarviku
Kia-EV9-Earth-Lupina-island-iceland
Kia EV9 er með tíu skalanlegar sjálfbærnilausnir Kia

Náttúran snýst um nýsköpun.

Allt frá upphafi höfum við fundið okkur nýjar leiðir til að ferðast, sjá nýja heima, upplifa eitthvað nýtt og kynnast nýjum hugmyndum og sjónarmiðum. Þessar miklu framfarir hafa þó einnig skaðað það sem knýr okkur áfram. Náttúruna.

Nú er kominn tími til að taka skref til baka. Tími til að líta í kringum okkur og sjá að við getum gert betur. Bæði með litlum skrefum og í risastökkum. Við verðum að bregðast við í sameiningu. Leyfum náttúrunni að vísa veginn. Í átt að sjálfbærri framtíð.

Framtíðarsýn Kia fyrir sjálfbærar samgöngulausnir felur í sér skuldbindingu um að ná kolefnishlutleysi árið 2045.

Sjálfbærar samgöngur. Sjálfbær orka. Sjálfbær jörð.

Kia-EV9-ad-innan
Endurunnið PET-plast er að finna á fjölmörgum svæðum í innanrými EV9, þar á meðal í sætum, loftklæðningu, sólskyggni, skrautlistum og höfuðpúðum

Designing Tomorrow - Nýsköpun sem skiptir máli.

„Designing Tomorrow“ er þriggja þátta myndbandssería búin til í samvinnu við Bloomberg Media Studios sem skoðar frumkvæði Kia til að breyta innblæstri okkar frá náttúrunni í áþreifanlegar lausnir fyrir betri framtíð.

Sérstakur gestur er danski leikarinn og velgjörðarsendiherra UNDP, Nikolaj Coster-Waldau, sem gefur áhorfendum innsýn í eftirtektarverðu samstarfi sem Kia er að mynda um allan heim til að koma sjálfbærnimarkmiðum sínum í framkvæmd.

Framtíðarsýn Kia um að bjóða upp á „sjálfbærar samgöngulausnir“ þýðir að við Kia er alltaf að leita að lausnum sem munu hreyfa heiminn áfram á sjálfbærari hátt.

Kjarnagildi sjálfbærnisýnar Kia liggur ekki í einni aðgerð, heldur í mörgum. Kia trúir á samlegðaráhrif sem skapast af fólki, samtökum og samfélögum þegar þau eru hvött til að taka þátt í hreyfingu sem leiðir til stærri og jákvæðari áhrifa. Um komandi kynslóðir.

Sjá þættina 3 hér fyrir neðan:

Alþjóðlegt samstarf við The Ocean Cleanup.

Markmið samstarfs Kia við The Ocean Cleanup er að ná plastlausu hafi til betri framtíðar.

Saman eru Kia og The Ocean Cleanup að auka vitund og finna nýstárlegar lausnir til að losa okkur við haf plastúrgangs og stuðla að hreinni og heilbrigðari plánetu.

Nánar um The Ocean Cleanup

Skalanlegar sjálfbærnilausnir Kia.

Tíu sjálfbærnilausnir Kia í EV9, sem kynntur var árið 2023 á að nota í öllum nýjum vörulínum Kia en Kia hefur sett stór markmið í að auka sjálfbærni í fjöldaframleiðslu.

Lausnirnar eru hluti af sjálfbærniáætlun Kia, sem felur í sér skuldbindingar um að draga úr notkun leðurs og fjárfesta í þróun nýrra lífrænna efna.

Kia hefur löngum notað sjálfbær efni í vörurnar sínar og má þar fyrst nefna notkun á lífplasti og lífrænum trefjum úr sykurreyr í Soul EV-bílnum árið 2014.

Með úrvali af íhlutum sem unnir eru úr plöntum, notkun á endurunnu PET-plasti og ónýtum fiskinetum við framleiðslu heldur Kia áfram að gera vörurnar sínar sjálfbærari.

Fyrsta aðgerð Kia var að skuldbinda sig til að hætta alfarið notkun á leðri í öllum nýjum vörum. Kia mun halda áfram á þessari braut með fjárfestingu í rannsóknar- og þróunarverkefnum til að auka vægi lífefnaframleiðslu. Þetta er til marks um það hversu einbeitt fyrirtækið er í að stuðla að þróun sjálfbærrar tækni.

Nánar