Tollun og bókun

Við leitum að öflugum einstaklingi til að sinna tollun og bókun á fjármálasviði. Í boði eru fjölbreytt og krefjandi verkefni á áhugaverðum og spennandi bílamarkaði.

Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.

Helstu verkefni:

  • Tollafgreiðsla
  • Afstemmingar
  • Skráning og frágangur gagna
  • Önnur tilfallandi skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af tollafgreiðslu og almennu bókhaldi kostur
  • Menntun á sviði viðskipta kostur
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðmótt og þjónustulund
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Af hverju Askja?

  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Samkeppnishæf kjör
  • Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
  • Allir hafa rödd sem hlustað er á
  • Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða

Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um; óháð kyni.

Nánari upplýsingar um starfsumhverfið: https://www.askja.is/vinnustadurinn

Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónas Guðbjörnsson fjármálastjóri  jonasg@askja.is

Umsóknarfrestur frá:30.06.2025
Umsóknarfrestur til:15.07.2025

Sækja um