Orkusjóður endurgreiðir 900.000 kr. af kaupverði í formi styrks.
Samkvæmt nýja kerfinu endurgreiðir Orkusjóður 900.000 kr. af kaupverði í formi styrks vegna hreinorku fólksbíla (100% rafbíla) sem kosta undir 10 milljónir króna og er styrkhlutfall vegna ódýrari bíla þar með hærra en dýrari bíla.
Enginn styrkur verður greiddur vegna fólksbíla sem kosta meira en 10 milljónir króna. Styrkir vegna notaðra innfluttra bíla verða lægri og ná einungis til nýlegra bíla.
Auðvelt er að sækja um styrki til fólksbílakaupa og er það gert á mínum síðum á island.is.