Fyrirferðarlítill að utan, rúmgóður að innan.
Þegar kemur að farangursrýminu sýnir T-Class strax styrkleika sinn. Hér er á ferð fjölnotabíll með mikið farangursrými, efnisval sem einkennist af gæðum og endingu og aftursætum sem hægt er að fella niður á augabragði. Afturhlerinn er stór og gólf farangursrýmisins í lítill hæð. Það er því auðvelt að koma barnavögnum, reiðhjólum eða hundabúrum fyrir í farangursrýminu. Hundurinn á líka auðvelt með að hoppa inn í bílinn.
T-Class verður í boði í 7 sæta útfærslu.