28. apríl 2022

Frumkvöðull á veginum - nýr EQS SUV

Við kynnum með stolti glænýjan rafknúinn EQS SUV sportjeppa frá Mercedes-EQ sem var heimsfrumsýndur fyrr í vikunni.

EQS SUV

EQS SUV sportjeppinn hefur allt að 589 km drægi og endurskilgreinir lúxus með einstakri hönnun og innanrými fyrir allt að sjö manns.

Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið sem gerir aksturseiginleika hans einstaka og mikið innanrými. Hann hefur góða veghæð, búinn loftpúðafjöðrun sem skilar sér í framúrskarandi akstursgetu bæði á malbiki sem og í torfærum. EQS SUV sportjeppinn er hlaðinn lúxus og tækni í innanrýminu.

EQS SUV innanrými

Bíllinn er fáanlegur með hinum hátæknivædda Hyperscreen, líkt og í EQS lúxusfólksbílnum.

Hyperscreen er háskerpuskjár sem teygir anga sýna yfir allt mælaborðið enda 55” með einu samfelldu bogadregnu gleri. Innréttingin er líka að mestu leyti sú sama og í EQS sem og afþreyingarpakkinn sem samanstendur m.a. af tveimur 11,6 tommu skjám fyrir farþega í aftursætum.

EQS SUV verður búinn hinum þekkta 4MATIC fjórhjóladrifi og við það verður hægt að velja mismunandi aflútfærslur en sú aflmesta er EQS 580 4MATIC en hún er 545 hestöfl með 858 Nm tog sem skilar bílnum 0-100 á einungis 4,7 sekúndum.

EQS SUV verður fáanlegur með allt að 22kW, þriggja fasa hleðslugetu sem hleður bílinn frá 0-100% á 5,5 klukkustund. Hraðhleðslugeta bílsins verður 200kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægni á aðeins 15 mínútum og hlaða bílinn 10-80% á u.þ.b. 30 mínútum.

Nýi EQS SUV verður frumsýndur á Íslandi í lok árs.

Nánar um EQS
EQS SUV innanrými