Lakkvernd

Hér hafa sérfræðingar okkar tekið saman lista yfir aðgerðir sem geta dregið úr hættu á að lakkið skemmist.

Lakkvernd

Síðastliðnir vetur hafa einkennst af allhörðum vetrarveðrum, frosti og rigningum á víxl.

Hálkuvörnum á vegum er ýmist sinnt með söltun og/eða sandi. Á sama tíma hafa orðið umtalsverðar skemmdir á vegum borgarinnar og þjóðvega sem leiðir af sér að mikið grjót er á vegunum okkar.

Þetta hefur óhjákvæmilega og því miður þau áhrif að við sjáum meira af grjótbarningi á bílum, sem og brotnar framrúður.

Hér eru nokkur ráð til þess að láta lakkið endast betur:

  • Ekki aka of nærri þeim bíl sem er á undan þér því nálægð við næsta bíl eykur til muna líkur á skemmdum á bílnum þínum. Þetta vill gleymast í aflmiklum bílum sem eru með nokkuð mikla hröðun og ökumaður finnur minna fyrir hraða.
  • Við mælum með að bóna reglulega og jafnvel setja sérstaka lakkvörn á bílinn. Slík vörn undirbýr lakkið betur fyrir rispum. Fjölmargir aðilar bjóða upp á slíka þjónustu og meðal annars Askja.
  • Mikilvægt er að loka rispum og grjótkasti fljótt, til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir og hugsanlega ryðmyndun. Litapensil er hægt að fá í varahlutaverslun Öskju - varahlutir@askja.is.
  • Við sjáum mun á bílum eftir því hvaða leiðir þeir aka, ökustíl bílstjóra o.s.frv.

Ökum því varlega, höldum góðri fjarlægð á milli bíla og verjum þar með bílinn okkar og farþega um leið.

Hafa samband