Frumsýnum nýjan Kia Sportage

Nýr og glæsilegur Kia Sportage verður frumsýndur laugardaginn  19. mars milli kl. 12. - 16. á Krókhálsi 13.

Kia Sportage

Sportage verður í boði með tveimur spennandi valkostum þegar kemur að drifrás.

Tvinnbíll (HEV) sem er einstaklega kraftmikill en á sama tíma eyðslugrannur. Tvinnbíllinn sameinar það besta úr báðum heimum með samnýtingu nýjustu kynslóðar bensínvéla og hagkvæmni rafmótors sem samanlagt skila 230 hestöflum og 1.650kg dráttargetu á meðan eyðslan er einungis 6,1l/100km skv. WLTP staðli.

Tengiltvinn útgáfa bílsins (PHEV) er væntanlegur í vor og er nýjasta kynslóð tengiltvinntækni frá Kia. Tengiltvinntæknin skilar allt að 70km af rafmögnuðum akstri og eyðsla í blönduðum akstri er því einungis 1,1l/100km skv. WLTP staðli. Þessi drifrás skilar bílnum 265 hestöflum auk dráttargetu allt að 1.350 kg.

Verð: Frá 6.990.000 kr.

Sportage er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia og við efnisval er sjálfbærni höfð að leiðarljósi.

Kia Sportage