30. ágúst 2021

Sprinter með nýrri og afkastameiri vél

Mercedes-Benz Sprin­ter kem­ur nú með nýrri OM654 4 sílindra vél og nýju fjór­hjóla­drifi sem mun bæta af­kasta­getu Sprin­ter enn frek­ar sem og auka akstursþæg­indi.

Sprinter nú með nýrri og afkastameiri vél

Fjór­ar út­færsl­ur verða á nýju vél­inni og verða þær 150, 170 og 190 hestafla. Fram­leiðslu á eldri 6 sílindra vél­inni hef­ur verið hætt og eins eldra fjór­hjóla­drifinu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Bílaum­boðinu Öskju.

Þar seg­ir að um sé að ræða mjög spenn­andi breyt­ing­ar á hinum vin­sæla og öfl­uga at­vinnu­bíl Sprin­ter. Nýja vél­in er sögð af­kasta­meiri, um­hverf­ismild­ari, spar­neytn­ari og hljóðlát­ari. Um leið bæt­ir hún akst­ursþæg­indi bíls­ins enn frek­ar ásamt hinu nýja fjór­hjóla­drifi.

„Nýja vél­in er sögð af­kasta­meiri, um­hverf­ismild­ari, spar­neytn­ari og hljóðlát­ari. “

Þekkt­ur fyr­ir áreiðan­leika

Sprin­ter hef­ur í gegn­um tíðina verið þekkt­ur fyr­ir áreiðan­leika og mjög góða akst­ur­seig­in­leika og er mest seldi at­vinnu­bíll Mercedes-Benz frá upp­hafi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bílaum­boðinu Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz at­vinnu­bíla, verður Sprin­ter með nýju vél­inni í boði hér á landi í næsta mánuði.

Mercedes-Benz býður einnig upp á eSprin­ter sem er hreinn raf­bíll en hann kom til lands­ins fyrr í sum­ar og er fá­an­leg­ur hjá Bílaum­boðinu Öskju.

Mercedes-Benz eSprinter
Mercedes-Benz eSprinter er hreinn rafbíll.