29. nóv. 2023

Sportlegur smart #3 klárar umfangsmiklar akstursprófanir

Alls 120 blaðamenn og efnishöfundar frá 17 löndum prófuðu nýjan og sportlegan smart #3 á hlykkjóttum vegum Mallorca

Fyrstu eintökin af #3 koma til Íslands á vormánuðum 2024.

Í fyrstu stóru akstursprófununum á smart #3 í Evrópu þar sem fjölmiðlar voru viðstaddir könnuðu þátttakendur hið fallega og fjölbreytta landslag Baleareyja. Alls 120 blaðamenn og efnishöfundar frá 17 löndum prófuðu hinn sportlega smart #3 á vegum Mallorca. Þátttakendurnir fengu tækifæri til að prófa kraftmikið aksturslag #3 á öllum sviðum þar sem þeir óku á þröngum og hlykkjóttum vegum, í gegnum skóglendi, litríka aldingarða og meðfram ströndinni.

Mallorca er fullkomið tilraunasvæði til að prófa nýja SUV-sportbílinn okkar. Fjölbreytt landslagið skapar fjölbreyttar akstursaðstæður þar sem #3 gat sýnt styrkleika sína. #3 hefur ekki aðeins kraftmikið útlit heldur skilar hann einnig frábærum aksturseiginleikum“ segir Dirk Adelmann, forstjóri smart Europe GmbH.

Ekki missa af nýjustu fréttum af smart #3

Skrá mig á áhugalista
Sportlegt ytra byrði endurspeglar afköst bílsins

Sportbíll sem vekur upp sterkar tilfinningar: framúrskarandi afköst og rennileg hönnun.

#3 kemur sterkur inn í flokk lúxusrafbíla sem SUV-sportbíll. Sportlegar sveigjur og kraftmikill framhluti bílsins veita honum tímalaust og fágað yfirbragð. Breitt A-laga grill og mjó LED-aðalljós undirstrika útlit framhlutans. Stórar 19 tommu felgur undirstrika sportlegt útlitið og BRABUS útfærsla #3 stígur skrefinu lengra með 20 tommu felgum. Kúpta þakið með þakglugga tengir umhverfið og farþegarými bílsins og skapar notalegt andrúmsloft – fullkomið tækifæri til að njóta hins fallega landslags Mallorca enn frekar.

Sportlegt ytra byrði #3 endurspeglar afköst bílsins. Hámarksafl er á bilinu 200-315 kW í útfærslunum fjórum á smart #3 sem setur ný viðmið í markaðshlutanum. Hröðun frá 0-100 km/klst er á bilinu 5,8 til 3,7 sekúndur eftir útfærslum. Það tekur innan við 30 mínútur að hlaða #3 úr 10 í 80%.

Einungis 3,7 sekúndur úr 0-100 km/klst í BRABUS útfærslu

Snurðulaus akstursupplifun þökk sé fyrsta flokks hugbúnaði með viðbragðsfljótum þráðlausum uppfærslum.

Þökk sé nútímalegu hugbúnaðarumhverfi er smart #3 snjall ferðafélagi í daglegu lífi og styður ökumanninn með notendavænu akstursvistkerfi. Þar á meðal eru ýmis kerfi sem eru hluti af Pilot Assist-kerfi smart, svo sem þjóðvegaaðstoð (HWA) og sjálfvirk bílastæðaaðstoð (APA). Smart #3 er einnig búinn Android Auto og Apple CarPlay sem gerir ökumönnum kleift að færa snjallsímaeiginleika og -forrit á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Til að tryggja að kerfið sé alltaf uppfært innleiðir smart uppbyggilega endurgjöf og getur þróað eiginleika hratt og birt þráðlausar uppfærslur með stuttu millibili sem notandinn getur innleitt beint án þess að þurfa að heimsækja þjónustumiðstöðina. Á árinu 2023 hafa fjórar þráðlausar uppfærslur þegar verið gefnar út fyrir smart #1 viðskiptavini.

Þráðlausar uppfærslur og snjallsímaforrit í traustum ferðafélaga

Pro kynntur sem fimmta útfærslan fyrir smart #3

Meðan á akstursprófuninni stóð tilkynnti smart að von væri á nýrri útfærslu: Fimmta útfærslan fyrir línu #3 bætist í hóp BRABUS, 25 ára afmælisútgáfunnar, Premium og Pro+. Pro bætist í vöruúrvalið sem heillandi grunnútfærsla fyrir ökumenn í þéttbýli sem eru að leita sér að bíl sem er hverrar krónu virði. Hámarksafl Pro er 200 kW og hann fer úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 5,8 sekúndum. Rétt eins og hinar línurnar er Pro búinn ýmiskonar búnaði sem tryggir snurðulausa og einfalda akstursupplifun, þar á meðal 9,2’’ mælaskjá í fullri háskerpu og 12,8’’ miðlægan snertiskjá í fullri háskerpu fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið.

Allir þeir eiginleikar sem ökumenn mega búast við af sportbíl í lúxusflokki

Í boði á Íslandi frá vori 2024.

Á IAA Mobility í byrjun september var smart #3 kynntur fyrir evrópskum áhorfendum í fyrsta sinn. Í kjölfar akstursprófunarinnar í lok nóvember verður hann settur á markað í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Sviss, Ítalíu, Hollandi og Austurríki í lok þessa árs. Fleiri markaðssvæði innan Evrópu munu fylgja í kjölfarið snemma árs 2024, þar á meðal Ísland.

" Þetta er einstakur bíll sem veitir frábæra upplifun frá fyrsta augnabliki. Hann byggður á sama undirvagni og #1 en er þó töluvert snarpari og sportlegri" segir Símon Orri Sævarsson, sölustjóri smart á Íslandi. "Með magnaðari hönnun og útsjónarsemi í rúmfræði hefur teymi smart tekist að gera bíl sem hefur enn minni loftmótstöðu, enn meiri drægni og stendur undir öllum þeim eiginleikum sem ökumenn mega búast við frá sportbíl í lúxusflokki. Þetta hefur þeim tekist án þess að minnka rými og þægindi á kostnað ökumanns og farþega. Til að mynda hefur heildarhæð bílsins minnkað um 80 mm án þess að hafa mikil áhrif á veghæð".

12,8’’ miðlægur snertiskjár í fullri háskerpu fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi smart tryggir snurðulausa og einfalda akstursupplifun

Um smart.
smart Europe GmbH var stofnað í júní 2020 sem dótturfyrirtæki smart Automobile Co., Ltd. sem er með höfuðstöðvar í Leinfelden-Echterdingen, nærri Stuttgart. Alþjóðlegt teymi smart Europe ber ábyrgð á sölu, markaðssetningu og þjónustu fyrir næstu kynslóð bíla, vara og þjónustu smart-vörumerkisins á Evrópumarkaði. Með Dirk Adelmann framkvæmdastjóra og Martin Günther fjármálastjóra í broddi fylkingar er fyrirtækið að ná fótfestu í Evrópu með einstaklega skilvirku og viðskiptavinamiðuðu viðskiptalíkani. smart Automobile Co., Ltd. var stofnað sem fyrirtæki um samstarfsverkefni Mercedes-Benz AG og Geely Automobile Co., Ltd. smart er um þessar mundir að vinna sér sess sem leiðandi framleiðandi snjallra rafbíla í lúxusbílaflokki.