28. júní 2024

Spilaðu golf í boði Mercedes-Benz í júlí

Mercedes-Benz býður eigendum á Garðavöll undir Jökli á Snæfellsnesi

Mercedes-Benz-golf-golfvollur

Eina sem þarf er að framvísa Mercedes-Benz bíllyklum.

Allan júlí býðst Mercedes-Benz eigendum tækifæri að spila golf að kostnaðarlausu á Garðavelli undir Jökli á Snæfellsnesi, í boði Mercedes-Benz á Íslandi.

Til að nýta sér þetta frábæra tilboð, þarf einfaldlega að bóka rástíma í GolfBox appinu og framvísa Mercedes-Benz bíllyklum við komu á golfvöllinn.

Garðavöllur undir Jökli er einstakur 9 holu golfvöllur staðsettur við sjávarsíðuna með stórfenglegu útsýni yfir Snæfellsnesfjallgarðinn og Snæfellsjökul. Þetta er frábær staður til að njóta þess að spila golf í fallegu umhverfi.

Nánari upplýsingar um golfvöllinn má finna á www.golfklst.is.

Gisting og Matur í Langaholti.

Gistihúsið Langaholt, staðsett á golfvellinum, býður upp á frábær tilboð á gistingu og mat fyrir gesti vallarins. Njóttu góðrar máltíðar og þægilegrar dvalar eftir góðan dag á golfvellinum.

Nýttu tækifærið og skráðu þig í GolfBox appinu til að tryggja þér rástíma á þessum einstaka golfvelli í boði Mercedes-Benz á Íslandi.