22. sept. 2023

smart línan stækkar

smart #3 er fallegur coupé sportjeppi í flokki lúxusrafbíla

smart #3 BRABUS

smart línan stækkar um eina nýja og stílhreina gerð:
#3 kemur til Íslands í byrjun árs 2024.

Með tilkomu #3-rafbílsins bætist nýr stílhreinn meðlimur við smart-línuna. Frumsýning hans í Evrópu var hápunkturinn á kynningu smart á IAA Mobility þetta árið, í kjölfar glæsilegrar heimsfrumsýningar á Auto Shanghai í apríl fyrr á þessu ári.

„Hið óhefðbundna hefur alltaf einkennt smart. Með tilkomu smart #3 erum við að auka framboð okkar í flokki fyrirferðarlítilla sportjeppa, sem uppfylla akstursþarfir fyrir innanbæjarakstur í sportlegri coupé hönnun. Við erum bjartsýn um að fyrsti tveggja dyra sportjeppinn okkar muni njóta velgengni á evrópska markaðinum,“ segir Dirk Adelmann, forstjóri smart Europe GmbH.

Einkennandi yfirbygging með flæðandi línum.

Sportleg og gullfalleg. Þannig er best að lýsa hönnun smart #3. Þessi nýi meðlimur vörulínunnar mun gleðja unnendur fallegrar hönnunar með sportlegri coupé yfirbyggingu, rennilegum línum og kraftalegum framhluta. Breitt A-laga grill og mjó aðalljós undirstrika útlit framhlutans en einkennandi vindskeið undirstrikar útlit afturhlutans. Stórar felgurnar falla einnig fullkomlega að sportlegu útlitinu en BRABUS-línan verður á 20 tommu felgum.
Bíllinn er 4,4 metrar á lengd og 1,8 metrar á breidd og sameinar rennilega coupé yfirbyggingu með þægilegu og rúmgóðu innanrými. Annað einkennandi hönnunaratriði er þakgluggi sem stýrir stemningunni í innanrými smart #3.
25 ára afmælisútgáfan bætir um betur með þakglugga með innbyggðri LED-lýsingu. Í innanrýminu er að finna fáguð leðursæti með innbyggðum höfuðpúðum.

Mikil drægni, gott viðbragð og stuttur hleðslutími einkenna smart #3

Sportlegt útlit bílsins er einnig endurspeglað í miklum afköstum. Hámarksafl er frá 315 kW í BRABUS-línunni til 200 kW í hinum línunum, afl sem setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla. Hvað við kemur hröðun eru afköst smart #3 jafnvel enn sportlegri en #1: BRABUS-útfærslunni, þar sem hann fer úr 0 í 100 km/klst. á litlum 3,7 sekúndum. Pro+, sem grunnútfærslulínan, er aðeins 5,8 sekúndur. Heildardrægni smart #3 er einnig meiri: milli 435 og 455 km. Fínstillt fjöðrunarkerfi og 2785 mm hjólhaf, ásamt mjög straumlínulagaðri yfirbyggingu með loftviðnámsstuðul upp á aðeins 0,27 skila kraftmikilli akstursupplifun.

Þægileg hleðsluupplifun er áfram í forgangi hjá smart. Skilvirk jafnstraumshleðslutækni upp á allt að 150 kW/klst býður upp á hleðslu smart #3 úr 10 í 80 prósent á innan við 30 mínútum. Til viðbótar er nýja gerðin búin fjölbreyttum akstursaðstoðarkerfum á borð við þjóðvegaaðstoð og sjálfvirka bílastæðaaðstoð.

Fjórar línur smart #3 verða í boði, þar á meðal 25 ára afmælisútgáfa.

Tilkynnt hefur verið um framleiðslu takmarkaðs upplags af 25 ára afmælisútgáfu, sönnum unnendum smart til mikillar ánægju. Sú útfærsla sameinar einstakt, sérhannað útlit við búnað úr lúxusútfærslunni og hönnunarþætti frá BRABUS, 455 km drægni, 22 kW riðstraumshleðslu og upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem samanstendur af 12,8 tommu miðlægum skjá, 9,2 tommu mælaskjá í mikilli upplausn og 10 tommu sjónlínuskjá, auk Beats®-hljóðkerfis með 13 hátölurum. Einstök hönnun sem vekur athygli: 25 ára afmælisútgáfan er hvít með rauðum áherslulit, svörtum og hvítum leðursætum, sérhönnuðum þakglugga og sportlegri yfirbyggingu.

Einnig er áætlað frekara samstarf við BRABUS, samstarfsaðila smart til langs tíma, sem kemur til með að fá hjarta sportakstursaðdáenda til að slá hraðar. Að venju fetar BRABUS sportlega braut og býður upp á stærri felgur, sportfótstig, sérþróaða hljóðhönnun sem sækir innblástur í akstursíþróttir og aldrif. Lúxuslínan er fyrir fólkið sem leitar eftir íburðarmeiri upplifun, með CyberSparks LED+ aðalljósum, stemningslýsingu í innanrými og Beats®-hljóðkerfi.
Grunnútfærsla Pro+ línunnar er fallega hönnuð með innfelldum hurðarhúnum og 12,8 tommu miðlægum skjá, auk þjóðvega- og umferðarteppuaðstoðar og þráðlausrar hleðslu.

Nýliðinn í hópnum hentar notendum með aðrar akstursþarfir en smart #1 býður upp á. Á meðan smart #1 er hannaður með þarfir fjölskyldunnar í huga er #3 frekar hugsaður fyrir ökumenn sem sækjast eftir kraftmiklum afköstum í framúrstefnulega hönnuðum bíl með fjölbreyttari búnaði.

Frumsýning smart #3 fór fram á IAA Mobility nú fyrir stuttu og hann verður í boði fyrir viðskiptavini í Þýskalandi í lok þessa árs. Fleiri markaðssvæði innan Evrópu munu fylgja í kjölfarið snemma árs 2024.

Skoða vefsýningarsal Öskju