Þekkt fyrir einstakar og nýstárlegar vörur og lausnir..
..allt frá því að endurhugsa samgöngulausnir í borgum með notadrjúgum borgarbílum, til þess að mæta samgöngulausnum nútímans með nýrri kynslóð rafknúinna lúxusbíla.
Með nýja smart #1, sem hleypt verður af stokkunum í 13 Evrópulöndum í ár, heldur smart áfram að feta nýjar slóðir með staðfastri áherslu á rafmagnsakstur og sama byltingarkennda anda og hefur alltaf einkennt þá.
„Það hefur alltaf verið lykilatriði hjá smart að koma á óvart með óhefðbundnum hugmyndum sem leysa vandamál í nútímaborgarsamgöngum,“ segir Dirk Adelmann, framkvæmdastjóri smart Europe GmbH. „Með nýrri kynslóð bíla okkar höldum við snjalla anda síðasta aldarfjórðungs á lofti sem aldrei fyrr. Í dag stendur smart fyrir áherslu á hreinar rafmagnslausnir og alhliða tengilausnir til að greiða fyrir borgarlífi morgundagsins.“
1998–2023: tónninn sleginn fyrir samgöngur framtíðarinnar.
Mercedes-Benz var langt á undan sinni samtíð þegar fyrirtækið þróaði óvenju nettan bíl árið 1972 til að bregðast við sívaxandi umferðarþyngslum og mengun í stórborgum. Í kjölfarið fylgdu fleiri smágerðir hugmyndabílar, svo sem NAFA („Nahverkehrsfahrzeug“) árið 1981, og virkt samstarf milli Daimler og Nicolas Hayek, stofnanda Swatch-samstæðunnar. Árið 1998 varð hugmyndin að veruleika og borgarsamgöngur urðu aldrei samar þegar fyrstu bílarnir af gerðinni fortwo city coupé komu af færibandinu.
Allar götur síðan, í 25 ár, hefur smart boðið upp á fjölbreytt úrval makalausra bíla og má þar nefna smart forfour, smart crossblade og smart roadster.