24. júlí 2023

smart í 25 ár: endurnýjun lífdaga

Í tilefni af 25 ára afmæli sínu rifjar þetta byltingarkennda vörumerki nú upp litríka sögu sína í bílaiðnaðinum.

smart í 25 ár

Þekkt fyrir einstakar og nýstárlegar vörur og lausnir..

..allt frá því að endurhugsa samgöngulausnir í borgum með notadrjúgum borgarbílum, til þess að mæta samgöngulausnum nútímans með nýrri kynslóð rafknúinna lúxusbíla.

Með nýja smart #1, sem hleypt verður af stokkunum í 13 Evrópulöndum í ár, heldur smart áfram að feta nýjar slóðir með staðfastri áherslu á rafmagnsakstur og sama byltingarkennda anda og hefur alltaf einkennt þá.

Það hefur alltaf verið lykilatriði hjá smart að koma á óvart með óhefðbundnum hugmyndum sem leysa vandamál í nútímaborgarsamgöngum,“ segir Dirk Adelmann, framkvæmdastjóri smart Europe GmbH. „Með nýrri kynslóð bíla okkar höldum við snjalla anda síðasta aldarfjórðungs á lofti sem aldrei fyrr. Í dag stendur smart fyrir áherslu á hreinar rafmagnslausnir og alhliða tengilausnir til að greiða fyrir borgarlífi morgundagsins.“

1998–2023: tónninn sleginn fyrir samgöngur framtíðarinnar.

Mercedes-Benz var langt á undan sinni samtíð þegar fyrirtækið þróaði óvenju nettan bíl árið 1972 til að bregðast við sívaxandi umferðarþyngslum og mengun í stórborgum. Í kjölfarið fylgdu fleiri smágerðir hugmyndabílar, svo sem NAFA („Nahverkehrsfahrzeug“) árið 1981, og virkt samstarf milli Daimler og Nicolas Hayek, stofnanda Swatch-samstæðunnar. Árið 1998 varð hugmyndin að veruleika og borgarsamgöngur urðu aldrei samar þegar fyrstu bílarnir af gerðinni fortwo city coupé komu af færibandinu.

Allar götur síðan, í 25 ár, hefur smart boðið upp á fjölbreytt úrval makalausra bíla og má þar nefna smart forfour, smart crossblade og smart roadster.

smart fortwo city coupé
smart fortwo city coupé var fyrst framleiddur árið 1998

Þróun smart fortwo-rafdrifsins var enn einn stóráfanginn í sögu vörumerkisins og gerði smart kleift að verða fyrsti bílaframleiðandinn sem skipti brunahreyflum alfarið út fyrir rafbíla árið 2019.

Strax árið 2007 voru 100 rafknúnar frumgerðir fortwo-rafbílsins prófaðar á strætum Lundúna. Ári síðar komu fyrstu bílarnir fyrir almennan markað sem ruddu brautina fyrir rafvædda framtíð á alþjóðavísu.​ Með heimsfrumsýningunni árið 2022 á nýja smart #1, fyrsta bílnum af mörgum í röð rafknúinna snjallbíla í lúxusflokki, hófst nýr kafli í þessari sögu framsýnna samgöngulausna.

smart #1 rauður
smart #1 er lúxusrafbíll sem hleypt var af stokkunum í 13 Evrópulöndum árið 2023

Sérstöðu og öra þróun smart má þakka staðfasta hugsjónafólkinu sem tók höndum saman, ekki bara til að búa til einstakan bíl, heldur líka til að móta nýja samgöngumenningu. Skapandi fólk á borð við Jeremy Scott og Freddy Reitz tryggði orðspor smart sem sameiningartákns fólks sem deilir jákvæðri sýn á framtíðina.

Enn er verið að móta þessa arfleifð með nýrri hönnun Mercedes-Benz og Geely Automotive: Í ár ætlar heimsfrægi grafíski hönnuðurinn Stefan Sagmeister að búa til sex listaverk sérstaklega fyrir smart, en þau má sjá í væntanlegu afmælisriti auk fyrirhugaðar farandsýningar.

smart crossblade

smart fagnar með afmælisriti, farandsýningu og viðburði fyrir áhugafólk.

Afmælisritið Always Unconventional („alltaf óhefðbundin“) rekur helstu áfangana í sögu vörumerkisins og hrífur lesendur með innblásnum sögum, myndskreytingum og glæsilegum ljósmyndum. Þessi einstaka safnaraútgáfa gerir lesendum kleift að sökkva sér ofan í óhefðbundinn heim smart með öllum sínum heillandi vörum, fólki og ósögðu sögum.

Evrópskur almenningur fær að berja afmælisritið augum á IAA-bílasýningunni í München (5.–10. september), þar sem gestum gefst einnig færi á að skoða glænýju bílgerðina, sem framleidd er í takmörkuðu magni í tilefni af 25 ára afmælinu.

Annar hápunktur þessa afmælisárs er farandsýning sem verður frumsýnd á IAA-bílasýningunni og sett upp í ýmsum Evrópuborgum í kjölfarið. Gestir á sýningunni geta rakið sögu fyrirtækisins frá fyrstu hugmyndabílunum allt til dagsins í dag.

Loks býður smart dyggum aðdáendum vörumerkisins á viðburðinn „smart times“, sem var fyrst haldinn árið 2001. Aðsóknarmet var sett árið 2016, þegar á fjórða þúsund áhugafólks og velunnara smart kom saman í Hamborg.

Frekari upplýsingar um afmælisútgáfuna, farandsýninguna og „smart times 2023“ eru væntanlegar.

Fylgist með á askja.is!