Nýr smart #3 vekur athygli alþjóðlegra dómnefnda á iF Design og Red Dot verðlaununum fyrir framúrskarandi hönnun.
Á árlegum verðlaunaafhendingum iF Design Award 2024 og Red Dot Award 2024, heillaði smart dómnefndir af fremstu röð og hlaut bíllin tvenn verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun sem endurspeglar skuldbindingu smart til gæða og nýsköpunar.
Ytra byrði smart #3 býður upp á kraftmikla úthlitshönnun með kraftmiklum framhluta með sléttum LED aðalljósum og A-laga grilli sem undirstrikar breiða stöðu bílsins. Stór og djörf hjólahönnun, með felgum frá 19" fyrir Pro, Pro+ og Premium útgáfurnar og 20" fyrir BRABUS útgáfuna, leggja áherslu á íþróttalegt yfirbragð.
Kúpulaga hönnun bílsins dregur úr loftmótstöðu og eykur liðleika í akstri. Hönnunin skilar allt að 455 kílómetra drægni.