6. júlí 2023

smart #1 vinnur tvenn eftirsótt verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun

Heillaðar dómnefndir: smart #1 hlýtur bæði "Red Dot-verðlaunin" og "iF Design-verðaunin" fyrir 2023.

smart #1 vinnur IF Design Award

smart #1 nýtir rýmið á nýjan hátt með framsækinni hönnun, frábærum undirvagni og framúrskarandi tækni. Litavalið er líflegt en þó stílhreint sem gefur bílnum einstakt yfirbragð sem passar eigandanum.

Alþjóðlegar dómnefndir sérfræðinga hafa veitt nýja smart #1 tvenn virt hönnunarverðlaun. Auk þess að hljóta „Red Dot-verðlaunin“ fyrir vöruhönnun hlaut rafknúni smábíllinn „iF Design-verðlaunin“ í flokknum „Vara – bílar/ökutæki“, en verðlaunin einblína á framúrskarandi hönnun og samfélagsþátttöku.

Við hönnun á smart #1 unnu alþjóðlegt hönnunarteymi Mercedes-Benz og rannsóknar- og þróunarteymi smart náið saman að því að kanna hið fullkomna jafnvægi á milli hönnunar innanrýmis og ytra byrðis og heildarafkasta smart #1.

Árangursrík nálgun: smart #1 er fyrirferðarlítill að utan, rúmgóður að innan og með allt að 420 km drægni. smart #1 er með stílhreint, fágað og straumlínulagað ytra byrði, sem er afrakstur „Sensual Producty“ hönnunarstefnunnar þar sem fullkomnu jafnvægi er náð á milli útlits og eiginleika sem draga úr loftmótstöðu. Eiginleikar eins og faldir hurðarhúnar, fljótandi Halo-þak og karmalausar hurðir gera að verkum að hönnun smart #1 er framúrskarandi í sínum flokki. Alls staðar má finna ný smáatriði sem kitla forvitnina. Hlutfall rýmis og stærðar er eins mikið og hægt er: með lengd upp á 4270 mm, hjólhaf upp á 2750 mm og allt að 19 tommu felgur býður smart #1 upp á glæsilegt innanrými. Hönnun smart #1 er í anda grunngilda vörumerkisins: smart hefur aldrei óttast að vera öðruvísi.

Tengigeta er leiðarljós hönnunarinnar á smart #1: fjölbreyttir tengimöguleikar veita lausnir til að tengja saman fólk, staði og upplifanir ásamt því að tryggja að notendaupplifunin sé einstaklingsmiðuð og þægileg. Með þessu móti setur smart #1 ökumenn í forgang. Notendaviðmót upplýsinga- og afþreyingarkerfisins byggir á markvissri og einstaklingsmiðaðri tækni þar sem hægt er að fá aðgang að og stýra snjallaðstoð með raddstýringu.

Litavalið er auk þess líflegt en þó stílhreint sem gefur bílnum einstakt yfirbragð sem passar eigandanum. Með einstakri hönnun, framúrskarandi búnaði og valkostum til að sérstilla útlit og eiginleika tekst smart #1 að veita ökumönnum nýja, einstaka og dýrmæta upplifun á marga vegu.

Komdu og reynsluaktu smart #1
smart #1 vinnur Red Dot verðlaun

„Red Dot-verðlaunin“ og „iF Design-verðlaunin“: eftirsótt verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun

Í meira en 60 ára hafa „Red Dot-verðlaunin“ verið talin ein stærsta hönnunarsamkeppnin um nýstárlega hönnun á heimsvísu. Árið 2023 skoðaði dómnefnd sérfræðinga vörur frá 60 löndum, þar sem hver meðlimur lagði fram einstaklingsbundið mat, og veitti eftirsótt verðlaun í flokkum eins og „Vöruhönnun“.

„iF Design-verðlaunin“ eru einnig ein af þekktustu hönnunarverðlaunum heims. Í ár bárust tæplega 11.000 umsóknir frá 56 löndum. Verðlaunin eru veitt af alþjóðlegum sérfræðingum í hönnun.

Panorama þakgluggar smart #1
Stýrisklefi smart #1
Þak smart #1
smart logo á bíl