3. júlí 2023

smart #1 dúxar öryggisprófun

Bíllinn, sem var á dögunum frumsýndur í nýju sýningarrými smart á Íslandi fékk háa einkunn í öllum helstu öryggisflokkum

smart #1 dúxar öryggisprófun

smart #1 hlaut 5 stjörnur, sem er hæsta mögulega einkunn í öryggi.

Nýlega var smart #1 settur í öryggisprófanir fyrir Evrópumarkað af Euro NCAP. Það sem er framúrskarandi við einkunnina er að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærri kantinum fékk hann 96% öryggiseinkunn í verndun fullorðinna farþega, 89% í öryggi barna innanborðs og akstursaðstoðarkerfin fá 88%.

smart leggur mikla áherslu á öryggi viðskiptavina sinna og ánægjulegt er að sjá að þessar frábæru niðurstöður endurspegla það.

smart #1 er smíðaður úr sérstyrktu stáli sem myndar trausta umgjörð utan um ökumann og farþega og er bíllinn búinn nýjustu akstursaðstoðartækni. Þar að auki hefur smart innleitt framúrskarandi öryggisvörn fyrir akstursrafhlöðuna, sem m.a. felst í jöfnum hita í rafhlöðukjarna, hitaeinangrun og styrkingu.

smart #1 dúxar öryggisprófun

smart er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely. Bíllinn er hannaður af Mercedes-Benz en framleiddur af Geely og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða leiðandi framleiðandi lúxusrafbíla.

smart #1 var frumsýndur í nýju sýningarrými smart á Krókhálsi 11 á dögunum og er Ísland einn af fyrstu mörkuðum heims til að hefja sölu á bílnum.

Komdu og reynsluaktu. Við tökum vel á móti þér!

Bóka reynsluakstur á smart #1