4. sept. 2023

smart #1 valinn bestur á rafbílaverðlaunum What Car?

Verðlaunin koma í kjölfar einstaklega lofsamlegs fimm stjörnu dóms frá gagnrýnendum What Car?

smart #1 og fólk

Dómarar voru hrifnir af rúmgóðu innanrými, framúrskarandi smíði, mýkt í akstri og hraðri hleðslu #1

Nýi rafknúni #1 hefur verið útnefndur besti borgarjepplingur (e. small SUV) ársins 2023 á rafbílaverðlaunum What Car?
Verðlaunin, þar sem viðurkenningar eru veittar fyrir hvers kyns rafbíla, nýja jafnt sem notaða, voru afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn og netstreymi frá Lundúnum.

Verðlaunin eru þau þriðju sem #1 hlýtur frá What Car?, einu virtasta bílablaði Bretlands.
Á öryggisverðlaunum What Car? fyrr á árinu var #1 valinn bestur í sínum flokki og annar besti bíllinn yfir heildina, auk þess sem hann fékk hæstu einkunn, fimm stjörnur, núna í vor.

smart #1 er undir 30 mínútum að fara úr 10-80% í hraðhleðslu.

Mun rúmbetri en nett yfirbragðið gefur til kynna.

Dómnefnd sérfræðinga á vegum What Car? hrósaði sérstaklega nokkrum tilteknum eiginleikum #1. Einkum rúmgóðu innanrýminu, einstaklega vandaðri smíðinni, mýkt í akstri og hraðri hleðslu.

Steve Huntingford, ritstjóri What Car?, sagði: „#1 er mun rúmbetri en nett yfirbragðið gefur til kynna og auk þess er innanrýmið einkar glæsilegt og vandað. Þægindi í lengri ferðum eru auk þess tryggð með mikilli mýkt á miklum hraða og fágun í hæsta gæðaflokki. Svo er #1 bæði fljótur að ná upp hraða og að hlaða sig.“

Rúmgóður og vandað innanrými.

Ríkulegur staðalbúnaður.

#1 býður upp á einstök gæði í smíði og hönnun, auk einstaklega ríkulegs staðalbúnaðar sem markar þannig upphaf nýs og spennandi tímabils fyrir smart.
#1 kemur í þremur útfærslum – Pro+, Pulse og BRABUS.

Hefst nú nýr kafli fyrir smart á vegum sem og í torfærum. Nú sem fyrr er smart fyrsti kostur þeirra sem leita að hagstæðum og aðgengilegum rafbílum.

Skoða smart #1
Dómnefndin var sérstaklega hrifin af ríkulegum staðalbúnaði smart #1